Grein um líffræðilegan fjölbreytileika og tengsl við náttúruna hefur verið birt á vefnum The Bahá'í World
BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Eftir því sem kreppa á sviði umhverfismála eykst er sífellt brýnna að endurhugsa tengsl mannkyns við náttúruna og leita skilvirkra lausna.
Þessi hugsun er dregin fram í nýútgefinni ritgerð á vefnum The Bahá’í World þar sem skoðað er hvernig einstaklingar, samfélög og stofnanir geta stuðlað að sjálfbærari framtíð.
Í ritgerðinni Turning the Tide: Reducing Biodiversity Loss and Restoring Decimated Ecosystems („Þróuninni snúið við: Dregið úr tapi á líffræðilegri fjölbreytni og rústuð vistkerfi endurreist“) eru grundvallarspurningar varðandi þrengingarnar á sviði líffræðilegs fjölbreytileika á jörðinni skoðaðar: Hvernig er hægt að endurhugsa samband okkar við náttúruna til að skapa samstilltari og sjálfbærari heim? Hvernig er hægt að virkja sameiginlegan vilja til að varðveita og endurheimta náttúruleg vistkerfi? Og hvernig er hægt að gera stjórnun á svæðis-, heimhluta- og heimsvísu samfelldari og samþættari til að takast á við samtengdar áskoranir sem felast í tapi á líffræðilegum fjölbreytileika og hnignun vistkerfa?
Á vefnum The Bahá’í World er að finna safn ritgerða þar sem leitast er við að fjalla um mikilvægustu málefni samtímans og koma með nýja sýn út frá kenningum bahá’í trúarinnar og reynslu bahá’í samfélagsins um allan heim.