Setur textarannsókna á Karmelfjalli í Haifa, Ísrael.
„Sökkvið yður í úthaf orða Minna, svo að þér megið afhjúpa leyndardóma þeirra og uppgötva allar perlur viskunnar, sem liggja fólgnar í djúpum þess.“ - Bahá'u'lláh
Bahá'í bækur á íslensku
Bahá'í helgirit, rit Bahá’u’lláh, Bábsins og 'Abdu'l-Bahá, eru mjög mikil af vöxtum. Talið er að rit Bahá'u'lláh eins nemi um 100 bindum, ef allt væri talið. Helgiritin hafa verið þýdd á yfir 800 tungumál. Meðal bahá'í helgirita sem komið hafa út á íslensku má nefna Kitáb-i-Aqdas (Hin helgasta bók), Kitáb-i-Íqán (Bók fullvissunnar), Hulin orð, Úrval úr ritum Baháʼuʼlláh og Töflur hinnar guðlegu áætlunar eftir 'Abdu'l-Bahá. Auk þess er vert að geta samantektanna Bahá'í bænir, Leitandinn á vegi Guðs og Lind lifandi vatna.
Rit Shoghi Effendi
Trúarkerfi Bahá'u'lláh eftir Verndara trúarinnar Shoghi Effendi hefur einnig verið gefið út á íslensku.
Fyrsta bókin um Bahá'í trúna á íslensku eftir íslenskan höfund
„Bahá'u'lláh, líf Hans og Opinberun“ eftir Eðvarð T. Jónsson, sem kom út árið 1982, er fyrsta og eina bókin um trúna sem gefin hefur verið út eftir íslenskan höfund. Ljóð eftir Eðvarð, sem fjalla um meginpersónur trúarinnar og hetjur hennar, voru gefin út árið 1997 undir nafninu Aldahvörf.
Bahá'í bænir á íslensku á netinu
Meginpersónur trúarinnar: Bábinn, Bahá'u'lláh og 'Abdu'l-Bahá, opinberuðu allir fjölmargar bænir fyrir alls konar tilefni. Bænir og fleiri rit eru aðgengileg í Bahá'í vefbókasafninu: https://bokasafn.bahai.is/helgirit-leidsogn/baenir/
Elínrós Benediktsdóttir og dóttir hennar Sandra Júlía Matthíasardóttir flytja lag Elínrósar við ritningarvers úr bókinni Hulin Orð eftir Bahá'u'lláh
Ókeypis PDF
Ýmis bahá'í rit á íslensku eru fáanleg sem ókeypis PDF skrár. Flestir titlarnir eru líka til í prentútgáfu.
Kynningarrit
Bahá'u'lláh og nýi tíminn Kynning á bahá'í trúnni- ókeypis PDF eftir J.E. Esslemont
Í þessari heillandi bók lýsir J. E. Esslemont, á sinn sérstæða hátt, kjarna bahá'í trúarinnar, trúar sem á rætur sínar að rekja til Persíu um miðja síðustu öld en hefur borist þaðan á ótrúlega skömmum tíma um alla heimsbyggðina, til milljóna manna af öllum kynþáttum.
Sáttmálinn - Erfðaskrár Bahá’u’lláh og 'Abdu’l-Bahá-Ókeypis PDF
„Kjarni sáttmálans er að eftir uppstigningu Bahá’u’lláh verður framhald á guðlegri leiðsögn og forystu með fulltingi stofnunar sem allir fylgjendur Hans geti snúið sér til og sem með óvéfengjanlegum hætti getur skorið úr um hver sé vilji Guðs í þeim málefnum sem fyrir liggja. Að ‘Abdu’l-Bahá og Shoghi Effendi gengnum er Allsherjarhús réttvísinnar slík stofnun."
Bahá'u'lláh- Ávarp tekið saman af Alþjóðlega bahá’í samfélaginu upplýsingaskrifstofunni, New York
Ókeypis PDF (endurunnið)
1. maí 1992 var ein öld liðin frá andláti Bahá’u’lláh. Sýn hans á mannkyninu sem einni þjóð og jörðinni sem einu landi var hiklaust vísað á bug af þeim leiðtogum heimsins, sem hún var boðuð fyrir meira en hundrað árum. Þessi hugsýn er nú brennipunktur mannlegra væntinga. Jafn óumflýjanlegt er hrun siðferðilegs og samfélagslegs skipulags, sem skýrt og afdráttarlaust var sagt fyrir í þessum sama boðskap. Þetta er tilefni þessarar stuttu kynningar á lífi og verkum Bahá’u’lláh. Það er unnið að beiðni Allsherjarhúss réttvísinnar, sem gegnir forystuhlutverki í þeirri starfsemi um allan heim, sem atburðir fyrir einni öld hrundu af stað, og lýsir þeim tilfinningum trausts og fullvissu, sem bahá’íar um allan heiminn lita framtíð plánetunnar og mannkynsins.
Perlan ómetanlega er ævisaga Shoghi Effendi, Verndara og heimsleiðtoga bahá’í trúarinnar um 36 ára skeið. Í bókinni er dregin upp mynd af lífi hans og starfi, þeim sigrum sem hann vann í þágu trúarinnar og kreppunum sem hann stóð andspænis í sínu eigin lífi og í þróun málstaðarins. Þetta er minnisstæð og hrífandi frásögn um einhverja markverðustu atburði og persónur í trúarsögu mannkyns á liðinni öld. Höfundur bókarinnar, Rúhíyyih Rabbani, var eiginkona Verndarans og nánasti aðstoðarmaður hans um langt árabil, bæði sem einkaritari hans og síðar sem Hönd málstaðar Guðs. Verndarinn lét sjálfur þau orð falla að á erfiðum stundum lífsins hefði hún verið skjól hans og skjöldur.
Í bókinni kynnist lesandinn blíðri, heillandi og tignarlegri persónu Shoghi Effendi og fær jafnframt ítarlegt yfirlit yfir þau einstæðu og sögulegu afrek sem hann vann á embættisferli sínum. Verndarinn var gæddur eiginleikum mikils frumkvöðuls og brautryðjanda. Það er mat bókarhöfundar að við stöndum of nálægt slíkum manni, sem með verkum sínum og persónuleika gnæfði yfir samtíð sína, til þess að gera okkur fulla grein fyrir afrekum hans og þýðingu þeirra fyrir framtíð mannkyns.
Rúhíyyih Rabbani (fædd Mary Sutherland Maxwell) fæddist í Montreal í Kanada árið 1910 og lést í Haifa í Ísrael árið 2000. Eftir andlát Verndarans 1957 ferðaðist hún víða um heim, hélt fyrirlestra, sótti ráðstefnur og lagði auk þess sérstaka rækt við heimsóknir til innfæddra í þorpum og sveitum Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Bækur hennar og rit hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál.
Stafræn tækni og réttlátar umbreytingar Yfirlýsing Alþjóðlega bahá’í samfélagsins fyrir 59. fund Nefndar Sameinuðu þjóðanna um félagslega þróun — ókeypis PDF
"Gjafaútgáfa" Fyrirheit um heimsfrið (ísl) og The Promise of World Peace (ens) til í PDF-formi. Ókeypis. Prentað hefti á íslensku er líka til en enska útgáfan aðeins í PDF.
“Með hverjum degi sem líður eykst hættan á því að eldar vaxandi trúarfordóma verði að alheimsbáli [...] Kreppan gerir kröfu til þess að trúarleiðtogarnir segi skilið við fortíðina með jafn afgerandi hætti og gerðist þegar samfélaginu opnuðust leiðir til að berjast gegn öðrum og jafn eyðileggjandi fordómum kynþáttar, kynferðis og þjóðernis."
Þjóðir á tímamótumer yfirlýsing frá Alþjóðlega bahá’í samfélaginu í tilefni 50 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna.
Í yfirlýsingunni er ákall til þjóðarleiðtoga um sameiginlega sýn til framtíðar. Í henni er gerð grein fyrir því hvernig Sameinuðu þjóðirnar geti þróast og fengið aukið hlutverk í nýrri heimsskipan, meðal annars með eflingu alþjóðlegs löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds.
Þessi bæklingur um hagsæld mannkynsins var saminn af fulltrúum Alþjóðlega bahá’í samfélagsins að beiðni Allsherjarhúss réttvísinnar.
Bæklingurinn var afhentur fulltrúum fjölmargra ríkisstjórna, frjálsra félagasamtaka, fjölmiðla og annarra á félagsmálaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í mars 1995.
Hér er fjallað um grundvallar-hugtök eins og réttlæti, einingu og jafnræði og hvatt til róttæks endurmats á þeim efnislegu og andlegu gildum, sem þjóðir heims hafa að leiðarljósi í efnahags- og félagsmálum.
Sett er fram sýn bahá’í trúarinnar á nýja öld hagsældar fyrir alla menn og bent er á raunhæfar leiðir til að byggja upp varanlega farsæld, sem gagna muni öllum jarðarbúum.
Í nýársbréfi Allsherjarhússins árið 135 (1979) segir: „Því hvernig eiga átrúendurnir að dýpka skilning sinn á kenningunum og vera færir um að miðla þeim rétt til annarra án aðgangs að lifandi vatni hins heilaga orðs?“ Samantekt þessi hefur að geyma úrval úr ritum Bábsins, sem ruddi bahá’í trúnni brautina, Bahá’u’lláh, höfundar hennar, ‘Abdu’l-Bahá, óskeikullar fyrirmyndar bahá’ía og Shoghi Effendi, Varðar trúarinnar. Samantektin hefur bæði gildi fyrir einstaklinginn til aukins andríkis og íhugunar auk þeirrar leiðsagnar sem þar er að finna fyrir samfélag nútíðar og framtíðar.
Konur - Samantekt úr ritum bahá’í trúarinnarÓkeypis PDF
Frá sjónarmiði bahá’ía er jafnrétti kynjanna ekki aðeins eitt af mest áríðandi félagslegum málefnum með róttækum áhrifum sem innibera réttlæti og frelsi fyrir helming jarðarbúa, heldur er það talin undirstaðan fyrir heimsfriði og öryggi. Ennfremur setja bahá’í ritningarnar jafnrétti kynjanna jafnhátt hinum helgu reglum með byltingarkennd áhrif á öll svið mannlegra athafna. Það er skorað á bahá’ía að nota þessa helgu reglu í sínu eigin lífi og sýna skilning á mikilvægi hennar með beitingu hennar innan bahá’í samfélagsins. Þetta felur í sér meðvitaða viðurkenningu á hindrunum fordóma og hefða sem enn eru við lýði, sem afleiðing af aldagömlu karlaveldi og stjórn mannlegra málefna, og skuldbindingu til að athuga aftur hugsanir okkar, tilfinningar og hegðun gagnvart einstaklingum af báðum kynjum.
Bahá’íar eru ræktendur og byggjendur. Þessi bæklingur fjallar um uppeldi – ræktunar og byggingarferlin. Þau snerta feður, mæður, fjölskyldur, andleg svæðis- og þjóðarráð, bahá’í samfélög og auðvitað börn. Nýtt, glæsilegt umbrot.
Windows, Apple OS, Android og Kindlestyðja öll ePub. (Hugsanlega þarf að hlaða niður sérstöku lestrarforriti (App) - t.d. Adobe Acrobat Reader fyrir Android. Lithium EPUB Reader sem er ókeypis virkar líka ágætlega.
Barnabækur
Ridvángarðurinn - saga fyrir börn (myndband)
Stafróf bahá’í barnanna - Myndband
Stafróf bahá’í barnanna - Ókeypis PDF
Stafrófsbók bahá’í barnanna- Ókeypis PDF
Höfundur: Andrea Hope
Myndskreytingar: Winda Mulyasari Titill á frummálinu:A is for Alláh’u’Abhá – Bahá’í Children’s Alphabet Book
eftir Stacey Coverstone íslenskað af Steinunni Friðgeirsdóttur
Santos fjölskyldan er önnum kafin við undirbúning Ayyám-i-há. Þau baka, pakka inn gjöfum og skreyta húsið. Lísa og afi hennar leggja hart að sér við að gera dálítið sem á að koma að óvart. Komdu og vertu með fjölskyldunni meðan hún heldur upp á þessa daga Ayyám-i-há.
Saga eftir Stacey Coverstone, skreytingar eftir Mary Firman, þýðing eftir Þórunni M. Jóhannsdóttur
Mariana var ung glaðlynd telpa, sem bjó á Rota, fallegri eyju í Kyrrahafi. Hún elskaði Bahá’u’lláh, og henni fannst gaman að taka þátt í bahá’í starfseminni í þorpinu sínu. Eitt sinn á nítjándagahátíð horfðu bahá’íarnir á myndband um Bogann á Karmelfjalli í Haifa í Ísrael. Þá sagði kynnirinn á myndbandinu: „Sérhvert okkar karl, kona eða barn verðum að hjálpa til við að byggja á fjalli Guðs.“ Mariana sperrti eyrun. Að hjálpa til við að byggja á fjalli Guðs hljómaði mjög spennandi. En gæti hún hjálpað til með tóman sparibauk?
Stacey Coverstone býr í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni sínum og tveim dætrum. „Mariana og fjall Guðs“ er þriðja bók hennar ætluð börnum.
Sæll er staðurinn er einföld og falleg bænabók fyrir börn. Hún er skreytt hlýlegum og aðlaðandi myndum listakonunnar Constanze von Kitzing og einkennast þær hvorutveggja í senn af gáska og lotningu fyrir efninu. Í bókinni er bæn úr ritum bahá’í trúarinnar sem er bahá’íum um allan heim mjög kær vegna þess heillandi og auðskilda myndmáls sem auðkennir hana. Vonast er til að hún verði hugleikin mörgum nýjum lesendum, ekki síst þeim börnum og foreldrum sem finna gleði og tilgang í hrífandi orðum hennar. Verð: 2000 kr.
BIC NEW YORK — Skrifstofa Alþjóðlega bahá’í samfélagsins (BIC) hefur sent frá sér stutt myndband undir yfirskriftinni „Gagnkvæmum tengslum tekið opnum örmum: Undirstöður heims á umbreytingaskeiði“.
BIC NEW YORK – Í tilefni af leiðtogafundi framtíðarinnar sem haldinn verður síðar í þessum mánuði hefur Alþjóðlega bahá’í samfélagið (BIC) sent frá sér yfirlýsingu sem ber yfirskriftina „Gagnkvæmum tengslum tekið opnum örmum: Undirstöður heims á umbreytingarskeiði“. Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á að alþjóðasamfélaginu gefist einstætt tækfæri til að láta gagnkvæm tengsl mannkyns skipa öndvegi í stjórnun alþjóðamála og til þess beri brýna nauðsyn.
Bahá’í heimsmiðstöðin – Allsherjarhús réttvísinnar hefur tilkynnt í nýlegu bréfi til allra andlegra þjóðarráða að ráðist verði í umtalsverða uppbyggingu og endurbætur á helgidómi Bábsins og í nágrenni hans. Helgidómurinn umlykur jarðneskar leifar Bábsins og er vettvangur pílagrímsferða og þögullar íhugunar þúsunda gesta á hverju ári.
Tvö bahá'í ungmenni frá Íslandi, þau Matthildur Amalía Marvinsdóttir og Chadman Naimy, taka þátt í bahá'í ungmennaráðstefnu í Staffordshire á Englandi.
Um 50 börn, unglingar og fullorðnir mættu á sumarmót bahá’ía sem haldið var í Reykhólaskóla helgina 5. – 8. júlí síðastliðinn. Að venju var fræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna. Á laugardeginum var farið til Skóga í Þorskafirði þar sem bahá’íar standa að skógrækt í samvinnu við Skógræktina. Þar plöntuðu ungir sem aldnir 400 trjám.