Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Innsýn frá vettvangi: Samspil tækni, gilda og samfélags kannað í hlaðvarpi


12. desember 2023 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Hvernig tryggjum við að gildi okkar, vonir okkar og þarfir séu samþættar í hönnun, þróun og notkun tækninnar?

Þetta var meðal spurninga sem Matt Weinberg, tæknifræðingur frá Bandaríkjunum, kannaði í þessum hlaðvarpsþætti sem tekinn var upp á nýlegri samkomu við Bahá’í heimsmiðstöðina um þróun samfélaga.

Mynd af Matt Weinberg ásamt lógói Bahá'í heimsfréttaþjónustunnar.

Matt Weinberg fjallar um hvernig hægt sé að samþætta gildi okkar, vonir okkar og þarfir í notkun tækninnar.

Weinberg deilir hugmyndum úr grein sinni Technology, Values, and the Shaping of Social Reality (Tækni, gildismat og mótun félagslega raunveruleika), sem birt var á vef Bahá’í heimssamfélagsins.

„Heildarsýn tækniþróunar getur ekki komið frá tækninni sjálfri,“ segir Weinberg. „Tækni er tjáning mannlegrar getu. Hún miklar mannlegan ásetning, hún eykur getu okkar, eykur hæfni okkar, en hún hefur ekki ... nauðsynlega eðlislæga eiginleika eða fulltingi sem við höfum,“ segir hann.

Þessi skoðun kallar á aukna hugmynd um dómgreind, sem Weinberg segir að ætti að vera upplýst af bæði skynsemi og andlegu innsæi. „Í bahá’í trúnni,“ segir hann, „er þessi hugmynd beinlínis sett fram sem meginreglan um samræmi milli vísindalegrar og trúarlegrar þekkingar.“

Þessi meginregla, segir hann, leggur áherslu á að þegar tækni hefur siðferðilegan skilning og andleg gildi að leiðarljósi getur hún stuðlað með þýðingarmiklum hætti að samfélagslegri velmegun og framgangi siðmenningar.

„Þekkingin sem við þurfum til að sækja fram er margvísleg,“ heldur hann áfram, „Við þurfum ekki aðeins aðferðafræði og kenningar, tækni og líkön, heldur þurfum við líka gildi ... og innsýn sem streymir frá skilningi á því að við erum í raun, andlegar verur; að við höfum tilgang með því að leggja okkar af mörkum til að byggja upp lífshætti sem eru réttlátir og friðsamir.“

Vertu áskrifandi að hlaðvarpi Bahá'í heimsfréttaþjónustunnar.

RSS  |  Spotify  |  Apple Podcasts  |  SoundCloud  |  Tunein  |  iHeart  |  Stitcher