Tónlist
„..á þessum nýja tíma hefur hið opinberaða ljós í helgum töflum sínum kunngert sérstaklega að tónlist, sungin eða leikin, sé andleg fæða fyrir sál og hjarta.“ - Bahá'u'lláh
Söngbók á netinu
Söngbókin er gefin út til að hvetja til aukins söngs á samkomum bahá'ía. Smelltu hér til að hlaða 3. útgáfu söngbókarinnar Við syngjum niður, þér að kostnaðarlausu. Hægt er að hlaða bókinni niður í síma, spjaldtölvu, fartölvu eða borðtölvu. Stutt slóð á skrána er: https://bahai.is/vid-syngjum
Frumsamin lög á íslensku
Ýmsir íslenskir bahá'íar hafa spreytt sig á því að semja tónlist við helgirit trúarinnar eða lög sem byggja á hugsjónum hennar. Eitt þessara tónskálda er Salbjörg Hotz. Tveir geisladiskar með lögum hennar hafa verið gefnir út. Þetta er eitt þeirra laga. Það nefnist Seg: Guð nægir öllu framar öllu. Texti lagsins er bæn eftir Bábinn.
Vaxandi fjöldi ungs fólks í Vancouver, Kanada, hefur verið að kynna sér hvernig nýta má mátt tónlistarinnar til mannbætandi lífs.
Ljóðlist
Ljóðabókin Aldahvörf inniheldur ljóð eftir Eðvarð T. Jónsson, um meginpersónur bahá'i trúarinnar og hetjur hennar. Bókin var gefin út árið 1997. Samin hefur verið tónlist við nokkur ljóðanna.
Málaralist
Ýmsir bahá'íar hafa málað málverk um sögu og kenningar trúarinnar.
Málverk eftir Raffaellu prýddi vegg í Veröld, húsi Vigdísar, á ráðstefnu um andlega og efnislega umbreytingu samfélagsins, í apríl 2022.
Leiklist
VÍN, Austurríki — Hver eru tengslin á milli Táhirih—Bahá’í kvenhetju fyrir frelsun kvenna á nítjándu öld—og Marianne Hainisch, stofnanda kvenréttindahreyfingar í Austurríki?
Leikritið “Der Siegelring!” sem fjallar um þetta efni, var sett á svið í nóvember 2022 í þjóðarmiðstöð bahá‘ía í Austurríki, í tilefni af landsátaki ráðuneytis lista og menningar í landinu, til að stuðla að umræðum um málefni sem varða landið allt. Hainisch, sem er álitin vera brautryðjandi kvenréttindabaráttunnar í Austurríki, barðist fyrir sömu réttindum kvenna og karla til að ganga menntaveginn og stofnaði fyrstu kvennaskólana á menntaskólastigi í því landi.
Listaverk til minningar um 'Abdu'l-Bahá
Kvikmyndalist
Ýmsar heimildamyndir og nokkrar leiknar myndir hafa verið gerðar um bahá'í málstaðinn. Bahá'í heimsmiðstöðin og Alþjóðlega bahá'í samfélagið (BIC Bahá'í International Community) hafa framleitt margar mjög eftirtektarverðar myndir. Þær er að finna undir flipanum "myndbönd" efst á forsíðu þessa vefs. Einkaaðilar hafa einnig gert ágætar myndir um trúna. Til dæmis má nefna leiknu heimildamyndina The Gate - Hliðið, sem fjallar um Bábinn, fyrirrennara trúarinnar.
Íslenska heimildamyndin Hvað er bahá'í trú var gerð fyrir all mörgum árum. Í henni er rætt við íslensk bahá'í ungmenni um trúna. Auk þess hefur íslenskur texti verið settur við ýmsar bahá'í heimildamyndir.
Stikla úr leikinni mynd frá Malaví, sem nefnist Mercy's Blessing