Hópur ungmenna af stór-Reykjavíkursvæðinu kom saman í húsnæði bahá'í samfélagsins að Kistufelli undir Esjurótum í gær til að sækja námshring um andleg málefni. Ungmennin námu helgirit bahá'í trúarinnar og tjáðu valdar ritningargreinar með myndlist og söng. Nokkrir unglingar úr Kópavogi, ásamt hvetjurum sínum, komu einnig í heimsókn og buðu þátttakendunum upp á vöfflur og heitt kakó, "sem sló heldur betur í gegn" að sögn Söndru Júlíu, bahá'í ungmennis frá Reykjavík.