Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Ungmenni sækja námshring að Kistufelli í Kjós


21. January 2019 Höfundur: siá
Sandra Júlía og hópurinn sem kom saman að Kistufelli í gær

Sandra Júlía og hluti hópsins sem kom saman að Kistufelli í gær í bakgrunni

 

Hópur ungmenna af stór-Reykjavíkursvæðinu kom saman í húsnæði bahá'í samfélagsins að Kistufelli undir Esjurótum í gær til að sækja námshring um andleg málefni. Ungmennin námu helgirit bahá'í trúarinnar og tjáðu valdar ritningargreinar með myndlist og söng. Nokkrir unglingar úr Kópavogi, ásamt hvetjurum sínum, komu einnig í heimsókn og buðu þátttakendunum upp á vöfflur og heitt kakó, "sem sló heldur betur í gegn" að sögn Söndru Júlíu, bahá'í ungmennis frá Reykjavík.

 

Ungmennin teiknuðu myndir byggðar á bahá'í ritningargreinum.

Ungmennin teiknuðu myndir byggðar á bahá'í ritningargreinum.

 

Ungmennin námu rit bahá'í trúarinnar af miklum áhuga og athygli.

Þátttakendur námu rit bahá'í trúarinnar af miklum áhuga og athygli.