Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Sérstakur fundur haldinn í brasilíska þingingu í tilefni af 200 ára afmæli Bahá'u'lláh


10. desember 2017 Höfundur: siá
Áheyrandur í fundarsal brasilíska þingsins

Áheyrendur í fundarsal brasilíska þingsins hlýða á ræðumenn

30. nóvember 2017 - BWNS

BRASILÍA, Brasilíu – Tíu þingmenn, fulltrúar átta stjórnmálaflokka, hittust á sérstökum fundi í þinginu til að tala hver á fætur öðrum um líf og boðskap Bahá'u'lláh.

Meira en 350 manns frá meira en 20 fylkjum Brasilíu, sóttu fundinn, sem var haldinn til heiðurs 200 ára afmæli Bahá'u'lláh. Fundurinn var kallaður “virðulegur fundur” (Solemn session). Á meðal gestanna voru fulltrúar tveggja stærstu hópa innfæddra, sem komu fyrir hönd þeirra fólks til að minnast þessa sögulega atburðar.

 “Þegar maður sekkur sér ofan í boðskap Bahá'u'lláh kynnist maður göfgustu gjöf til mannkynsins,” sagði þingkonan Erika Kokay í ræðu sinni.

Fulltrúar ýmissa þjóðarbrota voru meðal fundargesta

Fulltrúar ýmissa þjóðarbrota voru meðal fundargesta

“Bahá'í samfélagið er sér meðvitað, á mjög áþreifanlegan hátt, um þjáningar mannkynsins og um leið göfgi og fegurð mannlegrar tilveru. Það er þessi fegurð sem veitir von um að hægt verði að byggja upp réttlátan og jafnréttháan heim,” bætti hún við.

Þessi sérstaki fundur, sem átti upphaflega að vara í um það bil 50 mínútur, stóð í næstum því tvo tíma, þar sem margir meðlimir neðri deildar þingsins, ræddu um kenningar Bahá'u'lláh til að bæta heiminn og sögðu frá lífi Hans. Margir þeirra voru djúpt snortnir og hrærðir þegar þeir ávörpuðu fjölbreyttan áheyrendahópinn.

Þingmaðurinn Chico Alencar ræddi um meginkenningu Bahá'u'lláh um einingu mannkyns og ræddi um það mikilvæga framlag sem sönn trú leggur af mörkum til að stuðla að framförum þjóðfélagsins. Chico fjallaði einnig um þjáningar Bahá'u'lláh og gat þess að Bahá'u'lláh hefði sætt sig við ofsóknir alla sína ævi til þess að geta fært heiminum kenningar sem mundu fresla heiminn undan þeim.

Margir ræðumannanna töluðu um það einstaka andrúmsloft sem einnkenndi fundinn.

“Andrúmsloft lotningar, virðing fyrir hinu helga, og einhugurinn sem ríkti á meðal viðstaddra, hafði mikil áhrif á okkur,” útskýrði Carolina Cavalcanti, fulltrúi bahá'í samfélagsins í Brasilíu. “Margir þingmannanna létu þess getið hve það væri óvenjulegt að sjá fulltrúa svo margra mismunandi stjórnmálaflokka vera svo sammála.

“Þeir komust að því að kenningar Bahá'u'lláh áttu sér samsvörun í þeirra göfugustu áformum. Þeir sáu í þessum kenningum hvað er mikilvægt til að auka velferð mannkyns,” sagði Carolina.

Einn af þingmönnunum sem var fundarstjóri samkomunnar brá út af viðteknum hefðum og bauð ritara Andlegs þjóðarráðs bahá'ía í Brasilíu til að ávarpa viðstadda úr ræðustólnum.

Þingmaðurinn Luis Couto, sem hafði kallað saman þennan fund, ásamt starfsfélaga sínu Eríku Kokay las upphátt yfirlýsingu frá forseta þingins, Rodrigo Maia, í tilefni fundarins.

“Margar af kenningum Bahá'u'lláh er að finna í okkar lagabálki, svo sem jafnrétti karla og kvenna, afnám fordóma hvað varðar kynþátt, kyn, þjóðfélagsstöðu og fleiri. Sum þessara fyrirmæla sem eru hluti af stjórnarskrá okkar lands voru sett fram á nítjándu öld af Bahá'u'lláh.”

“Bahá'u'lláh lagði til að hnattvíð sýn væri lausnin á mörgum núverandi vandamálum,” sagði jafnframt í yfirlýsingunni. “Hann gerði þetta löngu áður en Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar, Evrópubandalagið og margar aðrar leiðir til að vinna að samþættingu á heimsvísu. Í raun og veru voru markmið hans háleitari heldur en stjórnmálaleg og efnahagsleg samvinna. Hann sá fyrir sér bræðralag allra trúarbragða og kynþátta með því að þroska persónuleika manna.”

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bahá'í trúin er viðurkennd á þennan hátt. Árið 1992 var haldin "virðulegur fundur" til að heiðra Bahá'u'lláh þegar hundrað ár voru liðin frá andláti Hans.

Myndband frá fundinum, fleiri myndir og fréttin á ensku hér.