Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Forsætisráðherra Indlands og nýr forseti landsins hylla Bahá'u'lláh


7. september 2017 Höfundur: siá
Narendra Modi forsætisráðherra Indlands

Narendra Modi forsætisráðherra Indlands

NÝJU DELHI — Forsætisráðherra Indlands Narendra Modi og nýkjörinn forseti Ram Nath Kovind hafa sent frá sér opinber bréf í tilefni 200 ára fæðingarhátíðar Bahá'u'lláh.

"Bahá'í trúin veitir heiminum sýn á alheimsbræðralag," skrifaði forsætisráðherrann Modi í bréfi sínu til indverska bahá'í samfélagsins. “Boðskapur hennar um ást og virðingu stefnir að því að gera heiminn af fallegum stað, þar sem samræmi og friður ríkir."

Varðandi bahá'í samfélagið á Indlandi skrifar hann: "Opinberun spámannsins Bahá'u'lláh, hefur allt frá upphafi verið tekið opnum örmum á Indlandi, þar sem eitt öflugasta samfélag bahá'ía hefur dafnað.” Og hann getur þess einnig að stofnanir eins og Bahá'í tilbeiðsluhúsið – þekkt sem Lótus musterið – sé fagurt vitni um “anda samstöðu og alheimsbræðralags.”

Ram Nath Kovind forseti, sem tók við völdum í lok júlí á þessu ári, sendi Bahá'í samfélaginu einnig ávarp. Þar segir hann, "Velmegun Indlands byggist á því að þegnar þess vinni ötullega að einingu í fjölbreytileika... Framlag bahá'í samfélagsins eykur tiltrú á að markmiðið um einingu geti orðið að veruleika."

Aðrir embættismenn á Indlandi hafa einnig sent skilaboð í tilefni af 200 ára afmælinu. Þar á meðal eru fyrrverandi forseti, varaforseti, háttsettir embættismenn innan ríkisstjórnarinnar, æðsti stjórnandi eins af fylkjum Indlands og fjölmargir embættismenn í ýmsum héruðum.

(Bahá'í World News Service)