Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

„Kyrrð í huga og hjarta“


7. júlí 2021 Höfundur: siá
Hressing úti í guðsgrænni náttúrunni.

Þátttakendur við stígagerð njóta hvíldar eftir vel unnið verk

 

Þetta ár er tileinkað minningu 'Abdu'l‑Bahá en í nóvember minnumst við 100 ára ártíðar hans. Að því tilefni mun þjóðarráðið bjóða á minningar- og helgistundir víðsvegar um landið. Að þessu sinni er boðið í heimsókn að Skógum í Þorskafirði á stund sem fær heitið „Kyrrð í huga og hjarta". Haldin verður helgistund úti í náttúrunni þar sem 'Abdu'l‑Bahá er minnst og þátttakendur fá einnig fræðslu um Skóga.

Frá kl. 9:00-12:00 og frá 13:30-17:00 gefst fólki kostur á að aðstoða við stígagerð og að hlúa að gróðri á svæðinu ef þeir óska. Áhugasamir hafi samband við Eygló Gísladóttur varðandi það. Allir hjartanlega velkomnir.

Kær kveðja,

Andlegt þjóðarráð bahá'ía á Íslandi