Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Vitnað í orð Bahá'u'lláh og 'Abdu'l-Bahá á hjálpargögnum frá Kína


20. mars 2020 Höfundur: siá

Kínverska ríkisstjórnin sendi nýlega hóp kínverskra lækna og mörg tonn af hjúkrunarvörum til Mílanó á Ítalíu til að aðstoða ítölsku þjóðina í þrenginum sínum vegna kórónaveirunnar. Sendiráð Kínverja í Mílanó og ítalskir embættismenn tóku formlega á móti læknunum og hjálparsendingunni.

 

 

Tilvitnunin, sem er á þessum borða fyrir framan aðstoðarfólk frá Kína og sem einnig er rituð á kassa með hjálpargögnum frá sama stað, sýnir hug Kínverja til mannkynsins. Hún er svona í íslenskri þýðingu: "Við erum öldur eins hafs, lauf eins trés, blóm úr einum garði." Þessi orð eru fengin að láni úr ritum Bahá'u'lláh og 'Abdu'l-Bahá, örlítið breytt. Í ritum þeirra eru þessar myndlíkingar oft notaðar. Til dæmis sagði Bahá'u'lláh: "Þér eruð ávextir af einu tré, og lauf á sömu grein." Og 'Abdu'l-Bahá, sonur Hans, sagði: "Verið eins og einn andi, ein sál, lauf á einu tré, blóm í einum garði, öldur eins sjávar."  Sagt var frá þessum atburði í fjölmiðlum á Ítalíu og í ríkissjónvarpi landsins. Því miður voru orðin ranglega eignuð Seneca, fornum heimspekingi - en hugurinn sem að baki býr var samt góður.