Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

100 ár liðin frá þeim tíma er 'Abdu'l-Bahá skrifaði „Töfluna til Hag“


12. janúar 2020 Höfundur: siá
Smárit um Töflu 'Abdu'l-Bahá til Hague

Smárit um Töflu 'Abdu'l-Bahá til Hague

 

BWNS (Alþjóðlega Bahá'í fréttaveitan), desember 2019. Fyrir einni öld skrifaði 'Abdu'l-Bahá töflu (bréf) sem varð þekkt undir nafninu Taflan til Hag. Í töflunni fjallar Hann um þær þjóðfélagsbreytingar sem þurfa að eiga sér stað til þess að alþjóðlegur friður geti orðið að veruleika. Til að minnast þessa atburðar hélt Bahá'í samfélagið í Niðurlöndum sérstaka minningarathöfn í þjóðarmiðstöð sinni í Hag. Bahá'í fréttaveitan útbjó stutt myndband um þessa frétt. Þar getur meðal annars að líta loftmyndir teknar með dróna af Bahá'í heimsmiðstöðinni í Haifa, Ísrael.