Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Mona Foundation styrkir börn, sérstaklega stúlkur, til náms víða um heiminn.


27. nóvember 2019 Höfundur: siá

 

Einföld staðreynd: Besta leiðin til að útrýma fátækt í heiminum er menntun stúlkna!

Menntun stúlkna er besta leiðin til að útrýma fátækt í heiminum!

 

Mona Foundation styrkir börn, sérstaklega stúlkur, til náms víða um heiminn. Þetta eru oft skólar sem Bahá'íar eða Bahá'í stofnanir reka. Skólarnir hafa hlotið almennt lof fyrir frammúrskarandi árangur, bæði hvað varðar námsárangur nemenda sinna og ekki síst fyrir öfluga siðferðiskennslu. Langflest barnanna koma frá mjög fátækum fjölskyldum þar sem þörfin er mjög brýn. Til dæmis má nefna Anis Zunusi skólann á Haiti, sem Bahá'íar hafa rekið í marga áratugi með miklum árangri. Hægt er að velja til hvaða skóla maður vill láta styrkina renna og rúsínan í pylsuendanum er að peningarnir renna 100% til að styrkja viðkomandi skóla, því einhver óþekktur aðili hefur greitt allan stjórnunarkostnað samtakanna næstu árin! (Venjulega fara um 10-15% upphæðarinnar, stundum jafnvel meira, til að halda úti svona starfsemi.)