Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Dalirnir sjö eftir Bahá'u'lláh koma út í íslenskri þýðingu


18. júní 2019 Höfundur: siá
Bahá'í útgáfan gefur út bókina Leitandinn á vegi Guðs

Leitandinn á vegi Guðs er úrval úr dulhyggjuritum Bahá'u'lláh 

 

Bahá'í útgáfan sendi í gær frá sér eftirfarandi tilkynningu: 

Það er Bahá‘í útgáfunni mikil ánægja að tilkynna að ein ástfólgnasta og víðlesnasta tafla Bahá'u'lláh, Dalirnir sjö, kemur út í íslenskri þýðingu nú í vikunni í bók sem nefnist „Leitandinn á vegi Guðs.“ Ásamt henni eru í bókinni nokkrar töflur sem, ásamt Dölunum sjö, birtust í nýjum þýðingum í bókinni „The Call of the Divine Beloved“sem Allsherjarhús réttvísinnar lét gefa út í janúar á þessu ári. Allar þessar töflur stuðla að dýpri skilningi á boðskap Bahá'u'lláh og andlegri þýðingu hans fyrir þá sem leita sannleikans á vegferð sinni til Ástvinarins.

Nú í vikunni kemur líka út íslensk þýðing á barnabókinni „Sögur af Bábinum sem barni“ eftir Will van den Hoonard. Báðar þessar bækur verða til sölu á Sumarskólanum dagana 20.-22. júní. Hægt verður einnig að kaupa þessar bækur og panta hjá Bahá’í skrifstofunni, Kletthálsi 1.

Verðið á bókinni „Leitandinn á vegi Guðs“ er 2.500 kr. Verðið á barnabókinni er 1500 kr.