Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Rainn Wilson staddur á Íslandi að því virðist við upptökur á sjónvarpsþætti


15. maí 2019 Höfundur: siá

 

Rainn Wilson

Rainn Wilson

Bandaríski leikarinn Rainn Wilson, þekktur fyrir leik sinni í "The Office" er staddur hér á landi að því er virðist við upptökur á nýrri sjónvarpsseríu sem Íslendingar koma mikið að, samkvæmt Fréttablaðinu. Eins og fram kemur í frétt blaðsins heimsótti Rainn Ísland árið 2017 og hélt við það tækifæri ræðu um bahá'í trúna sem hefur fengið mikið áhorf á YouTube, eins og flest það sem frá honum kemur, enda er maðurinn vel máli farinn, bráðskemmtilegur og áhugaverður einstaklingur. Hann var jafnframt aðalræðumaður á sumarskóla bahá'ía það árið. Ólafur Darri leikari kynntist Rainn við upptökur á kvikmynd sem þeir unnu báðir við og tókst þá með þeim vinskapur. Rainn og eiginkona hans vinna mikið að mannúðarmálum, sérstaklega á Haiti, þar sem þau reka skóla sem leggur áherslu á listgreinar. Hann er einnig þekktur fyrir vefsíðuna "Soul Pancake" sem hann stjórnaði um árabil.