Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Nítján fulltrúar á árlegu landsþingi bahá'ía kjósa nýtt Andlegt þjóðarráð Íslands.


28. apríl 2019 Höfundur: siá

 

Landsþing bahá'ía á Íslandi hófst laugardaginn 27. apríl, 2019. 19 fulltrúar frá ýmsum svæðum af landinu og meðlimir fráfarandi andlegs þjóðarráðs áttu gagnlegt samráð um framgang málstaðarins. Erna Magnúsdóttir aðstoðarráðgjafi flutti ávarp fyrir hönd Álfuráðs bahá'ía í Evrópu. Ridván boðskapur Allsherjarhúss réttvísinnar, æðstu stofnunar bahá'í trúarinnar, var lesinn og ársskýrsla Andlegs þjóðarráðs flutt. Eftir hádegi kusu fulltrúarnir nýtt andlegt þjóðarráð, en í því eiga sæti 9 einstaklingar. Þessir hlutu kosningu: Halldór Þorgeirsson, Sjöfn Heiða Steinsson, Matthías Pétur Einarsson, Elínrós Benediktsdóttir, Róbert Badí Baldursson, Marta Hinriksdóttir, Ólafur Bjarnason, Kristín Svanhildur Ólafsdóttir og Bridget Ýr McEvoy. Landsþingið heldur áfram á morgun.