Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá'íar á Nýja Sjálandi vinna að einingu og sáttum eftir hörmulegan atburð


5. apríl 2019 Höfundur: siá
Ungt fólk býr til listaverk úr krít á gangstétt í Christchurch. Fjölskyldur sem taka þátt í uppbyggjandi starfsemi á vegum bahá'í samfélagsins hóf að gera þessi listaverk til þess að vekja von eftir hryðjuverkarárásina þann 15. mars.

Ungt fólk býr til listaverk úr krít á gangstétt í Christchurch. Fjölskyldur sem taka þátt í uppbyggjandi starfsemi á vegum bahá'í samfélagsins hóf að gera þessi listaverk til þess að vekja von eftir hryðjuverkarárásina þann 15. mars.

 

CHRISTCHURCH, Nýja Sjálandi, 4. apríl 2019, (BWNS) —Íbúar Nýja Sjálands, sem enn eru niðurbrotnir og slegnir óhug, hafa brugðist við hriðjuverkaárásinni af staðfestu og hafa einbeitt sér að því að útrýma fordómum og hatri úr þjóðfélaginu.

Samstaða fólksins og andleg viðhorf þess eins og til dæmis eining, umburðarlyndi og ást—kom skýrt í ljós þegar sjónvarpað var um allt landið minningarathöfn eftir hádegi á föstudag í Hagley skrúðgarðinum.

Líkt og samlandar þeirra hefur bahá'í samfélagið lýst yfir hryggð og samúð sinni, vegna þeira 50 einstaklinga sem voru drepnir og þeirra 50 sem voru særðir og hefur lagt sig fram um að efla gagnkvæma virðingu mismunandi þjóðfélagshópa. Stuttu eftir að fréttir bárust af hryðjuverkinu gaf Andlegt þjóðaráð bahá'ía á Nýja Sjálandi út ávarp þar sem árásirnar voru fordæmdar og það lýsti yfir djúpri sorg sinni vegna atburðarins og lét í ljósi þá von að þessar hörmungar mundu stuðla að friðarstarfi, einingu og þjóðfélagssamstöðu. Í bréfi sínu sem dagsett er 17. mars hvatti þjóðarráðið bahá'íana til að “missa ekki móðinn, heldur starfa stöðugt og umgangast alla á kærleiksríkan hátt.”