Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Upphafið að byggingu staðartilbeiðsluhúss í Kenía endurspeglar einingaranda þess


24. mars 2019 Höfundur: siá
Ruth Vuyiya, sitjandi, bahá'í sem býr á svæðinu, betur þekkt sem mamma Ruth, lagði hornstein musterisins. Kringum hana standa dóttir hennar, meðlimir Andlegs þjóðarráðs Kenía, verktakar og arkitektinn Neda Samimi.

Ruth Vuyiya, sitjandi, bahá'í sem býr á svæðinu, betur þekkt sem mamma Ruth, lagði hornstein musterisins. Kringum hana standa dóttir hennar, meðlimir Andlegs þjóðarráðs Kenía, verktakar og arkitektinn Neda Samimi.

 

MATUNDA, Kenía, 23. mars 2019, (BWNS) — Líflegt samfélag þessa sveitahéraðs í Kenía kom saman á laugardaginn til að vera viðstatt athöfn þegar fyrsta skóflustungan var tekin að bahá'í staðartilbeiðsluhúsi, því fyrsta í Afríku. 

Staðsetning bahá'í tilbeiðsluhússins er í um það bil 4 kílómetra fjarlægð frá bænum Matunda á svæði sem er umlukið maísökrum og bóndabýlum. Fyrstu bahá'í samfélögin í Kenía mynduðust í þessu héraði, sem heitir Matunda Soy. Mikil andleg umbreyting hefur átt sér stað þarna á umliðnum áratugum. 

Þeir sem tóku þátt í hátíðarhöldunum á laugardaginn vöktu athygli á þeim sameiningarmætti sem bygging tilbeiðsluhússins mun hafa í för með sér.

"Mér finnst það spennandi að fólk af öllum trúarbrögðum er boðið velkomið til að biðjast fyrir í musterinu,” sagði Alice Juma frá nágrannasamfélaginu Lwanda.

"Þessi athöfn er mjög andlegur atburður. Ég sé þennan mikla fjölda – unga sem aldna, menn og konur, koma saman í friði og í hlýðni við almáttugan Guð,” sagði Peter Webonya frá Matunda.

Teikning af musterinu í Kenía, en bygging þess hófst í Matunda, Keníu, í gær.

Teikning af musterinu í Kenía, en bygging þess hófst í Matunda á laugardaginn.

 

Þessi gleðilegi atburður átti sér stað aðeins tveimur dögum eftir bahá'í nýárshátíðina, naw-rúz, á heitum degi. Meðal þeirra sem sóttu athöfnina voru frammámenn úr héraðinu, trúarleiðtogar og gestir víðsvegar að úr Kenía og einnig frá Eþíópíu, Suður Afríku, Tansaníu, Úganda og Sambíu. Fyrstu gestirnir komu á föstudagskvöldið, sumir fótgangandi, aðrir á mótorhjólum, í bílum og rútum.

Athöfnin hófst á hádegi á laugardag með bænastund. Um það bil 1200 manns voru viðstaddir. Síðan lagði Ruth Vuyiya, dáður bahá'í, betur þekkt sem mamma Ruth, hornstein tilbeiðsluhússins á rauðan jarðveginn. Dóttir hennar og meðlimir Andlegs þjóðarráðs Kenía stóðu til hliðar við Ruth, ásamt verktökunum og arkitekt musterisins Neda Samimi. Eftir athöfnina var dansað og sungið.

Loftmynd af staðnum þar sem bahá'í tilbeiðsluhúsið mun rísa í Matunda Soy, Keníu. Myndin var tekin á laugardaginn þegar framkvæmdir hófust við byggingu musterisins.

Loftmynd af staðnum þar sem bahá'í tilbeiðsluhúsið mun rísa í Matunda Soy, Keníu. Myndin var tekin í gær þegar framkvæmdir hófust við bygginguna.

 

"Tilbeiðsluhúsið hefur mjög mikla þýðingu fyrir samfélagið. Það er staður þar sem göfugar sálir tilbiðja Guð. Það er sýnileg birting Drottins,” sagði Townshend Lihanda, meðlimur álfuráðs Afríku.

Musterið er staðsett í hjarta mikillar samfélagsuppbyggingar, sem ekki aðeins bahá'í samfélagið, heldur einnig ytra samfélagið í Matunda Soy tekur virkan þátt í. “Bahá'í samfélagsstarf á ákveðnu svæði býður öllum að taka þátt, ungum sem gömlum, konum og mönnum, að gera sér grein fyrir mikilvægi andlegs lífs og að vinna saman að því að næra samfélagið, en það mun gagnast bæði einstaklingnum og heildinni,” útskýrði Japheth Kokal, meðlimur Andlegs þjóðarráðs Kenía.

Kór Lwanda samfélagsins, sem var gestgjafi athafnarinnar, syngur þegar fyrsta skóflustungan var tekin að musteri Matunda Soy héraðsins.

Kór Lwanda samfélagsins, sem var gestgjafi athafnarinnar, syngur við athöfnina þegar fyrsta skóflustungan var tekin að musteri Matunda Soy héraðsins.

 

Fyrsta skóflustungan var tekin þegar næstum því eitt ár er liðið frá þeim tíma þegar smekkleg og einföld teikning þess var birt í fyrsta sinn. Teikningin sækir innblástur sinn í lögun og gerð kofanna sem eru einkennandi fyrir héraðið. Hún felur í sér þéttriðið munstur sem byggir á lögun demanta, en það er algengt tákn fyrir menningu Kenía. Efst í hvelfinu musterisins verður fest merkið fyrir hið Mesta nafn. Byggingin mun rúma um 250 manns. Musterið verður byggt úr efni sem er til staðar á svæðinu.