Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Tvöhundruð ára afmæli, það annað í röðinni, er framundan á nýju ári


23. mars 2019 Höfundur: siá
Grafískt merki fyrir 200 ára afmælið árið 2019

Grafískt merki fyrir 200 ára afmælið árið 2019

 

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐINNI, 20. mars 2019, (BWNS) Í október á þessu ári verður þess minnst að 200 ár eru þá liðin frá fæðingu fyrirrennara bahá'í trúarinnar, Bábsins, sem ruddi brautina fyrir komu Bahá'u'lláh á dramatískan hátt. Þann 29. og 30. október munu bahá'íar, ásamt nágrönnum sínum, fjölskyldu og vinum, halda upp á fæðingu þessara tveggja ljósbera.

Innan nokkurra mánaða verður hrint af stokkunum nýrri heimasíðu sem verður helguð þessu tvö hundruð ára afmæli. Síðan er hluti af vefsvæði bahá'í heimsmiðstöðvarinnar, bahai.org. Heimasíðan, líkt og sú sem var opnuð mánuði áður en fyrsta 200 ára afmælið var haldið hátíðlegt ári 2017, verður stækkuð í áföngum, og mun að lokum innihalda kvikmynd sem var sérstaklega pöntuð af þessu tilefni og auk þess fréttir af þeim hátíðarhöldum sem munu eiga sér stað um allan bahá'í heiminn.

Til undirbúnings tveggja alda afmælinu hefur safn 38 mynda um líf og boðun Bábsins verið birt á alnetinu í fyrsta sinn. Fimm stutt myndbönd sem tekin voru úr lofti af helgidómi Bábsins og nágrenni þess voru sömuleiðis birtar í Bahá'í gagnabankanum.

Myndunum var bætt við dálkinn um Bábinn og helgidóm Hans. Þremur grafískum teikningum var einnig bætt við dálkinn: hátíðarhöld vegna bahá'í helgidaga.

Ein af myndunum sembúið er að bæta við í bahá'í gagnabankann

Ein af myndunum sem búið er að bæta við í bahá'í gagnabankanum