Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá'íar fagna nýju ári


21. mars 2019 Höfundur: siá
Gestir gæða sér á ljúfengum veitingum.

Gestirnir gæða sér á ljúffengum veitingum.

 

Í gær héldu bahá'íar á suðvesturhorninu glæsilega hátíð. Árið 176 gekk þá í garð, en bahá'í árið hefst á jafndægri á vori. Hátíðin nefnist naw-rúz, sem þýðir nýr dagur. Naw-rúz er jafnframt einn af 9 aðal helgidögum trúarinnar. Naw-rúz hátíðin er haldin til að minnast þess að föstunni er lokið og til að fagna komu vorsins.

Að þessu sinni var hátíðin haldin að Smiðjuvegi 1 í Kópavogi og var hún vel sótt. All margir vinir og kunningjar bahá'ía voru viðstaddir. Farið var með bænir og ritningarvers við upphaf hátíðarinnar. Matthías Pétur Einarsson bauð gesti velkomna og sagði frá helgideginum. Barnahópur söng nokkur lög og ungmennu skemmtu. Eins og endranær voru veitingarnar sérstaklega veglegar.

Gestir frá ýmsum löndum sóttu hátíðina.

Gestir frá ýmsum löndum sóttu hátíðina.