Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá'í sumarmótið í Flóahreppi 2025


Mynd af félagsheimli Flóamanna - Félagslundi

Félagsheimli Flóamanna - Félagslundur

Sumarmót bahá'ía fer að þessu sinni fram í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi á Suðurlandi dagana 25. - 27. júlí. Eins og síðast verður mótið í ættarmótastíl þar sem þátttakendur sjá sjálfir um hádegismat og kaffi en boðið verður upp á hafragraut í morgunmat og einnig verða sameiginlegar kvöldmáltíðir.

Hægt er að tjalda fyrir utan félagsheimilið en annars finna gistingu í nágrenninu. Einnig geta þátttakendur af höfuðborgarsvæðinu og nágrenni keyrt á milli. Frestur til að sækja um frátekin herbergi í Gaulverjaskóla er liðinn og hefur þeim verið úthlutað.

Dagskráin mun samanstanda af fræðslu, félagslegri samveru, andlegri upplyftingu, gleði og leik. Hana og aðrar nánari uppýsingar um mótið og skráningareyðublað má nálgast hér:

Mynd af Gaulverjaskóla

Gaulverjaskóli

 

Mynd sem sýnir staðsetningu Félagslundar og Gaulverjaskóla

Staðsetning - Félagslundur og Gaulverjaskóli

 

Mynd sem sýnir leiðina frá Reykjavík að Félagslundi

Leið frá Reykjavík að Félagslundi