BIC GENF – Herferðin #OurStoryIsOne, sem mætti e.t.v. útleggjast „Söm er saga okkar“ á íslensku, hefur vakið gríðarleg viðbrögð um allan heim frá því að hún hófst og aflað sér fordæmalauss stuðnings sem náð hefur athygli nokkur hundruð milljóna á hefðbundnum miðlum sem og samfélagsmiðlum. Skriðþungi hennar hefur vaxið með hjálp stuðningsyfirlýsinga frá embættismönnum Sameinuðu þjóðanna, háttsettum einstaklingum, stjórnmálamönnum, nóbelsverðlaunahöfum, listamönnum, frægðarfólki, almenningi og samviskuföngum í Íran.