Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Stef trúarinnar um einingu í fjölbreytileika hjálpleg í rannsóknum á einhverfu


8. September 2023 Höfundur: Þjóðarskrifstofa
Mynd af dr. Sigríði Lóu Jónsdóttur

Dr. Sigríður Lóa Jónsdóttir

Dr. Sigríður Lóa Jónsdóttir var viðmælandi Sigurlaugar M. Jónasdóttur í þættinum Segðu mér á Rás 1 í gær. Í þættinum fer Sigríður Lóa yfir ferilinn, rannsóknir sínar á einhverfu og doktorsnámi sem hún lauk nýverið. Einnig fjallar hún um kynni sín af bahá’í trúnni, en henni kynntist hún fyrst hér á landi á stórri bahá’í ráðstefnu árið 1971, Norður-Atlantshafsráðstefnunni, sem haldin var í Háskólabíói. Sú ráðstefna var með stærstu alþjóðlegu ráðstefnum sem haldnar höfðu verið hér á landi fram að því en um 700 bahá’íar frá 35 löndum sóttu hana. Aðspurð um hvort bahá’í trúin hafi hjálpað henni í gegnum lífið svaraði Sigríður:

„Ég hef svo mikla trú á að það búi eitthvað gott í hverri mannveru og hef lært í gegnum trúna að hver einasta manneskja hefur eitthvað gott fram að færa … Þetta hefur líka hjálpað mér að virða margbreytileikann, ekki bara á milli kynþátta eins og ég var svo upptekin af áður, heldur líka á milli fólks … í tengslum við einhverfuna.“

Nánar má hlýða á viðtalið í spilara RÚV eða hér.