Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

England: Nýtt hlaðvarp fjallar um samskipti trúarbragða og fjölmiðla


3. February 2022 Höfundur: siá

 

 

 

LONDON — Nýju hlaðvarpi, “In Good Faith,” (Í góðri trú) sem fjallar um samskiptin milli trúarbragða og fjölmiðla hefur verið hleypt af stokkunum af the Bahá’í Office of Public Affairs (Bahá'í skrifstofu almannatengsla) í Englandi. Skrifstofan hefur um árabil unnið að því að leggja sitt til málanna varðandi hlutverk fjölmiðla í þjóðfélaginu og þessi sería hlaðvarpa er hluti af því starfi.

 

 

 

Á undanförnum árum hefur skrifstofan kallað saman blaðamenn, fulltrúa almennings og trúarleiðtoga til að spyrja áleitinna spurninga um hvernig fjölmiðlar móta almenna umræðu.

 

Í fyrsta þættinum leiða saman hesta sína meðlimir skrifstofu almannatengsla ásamt Rizwana Hamid (neðst til hægri), framkvæmdastjóra the Muslim Council of Britain's Centre for Media Monitoring (Ráðgjafanefndar múslima í Bretlandi sem fylgist með umfjöllun fjölmiðla), og Rosie Dawson (neðst til vinstri), blaðamanns sem fjallar um trúmál og sem var áður framleiðandi fyrir BBC radio.

Í fyrsta þættinum leiða saman hesta sína meðlimir skrifstofu almannatengsla ásamt Rizwana Hamid (neðst til hægri), framkvæmdastjóra the Muslim Council of Britain's Centre for Media Monitoring (Ráðgjafanefndar múslima í Bretlandi sem fylgist með umfjöllun fjölmiðla), og Rosie Dawson (neðst til vinstri), blaðamanns sem fjallar um trúmál og sem var áður framleiðandi fyrir BBC radio.

 

Fyrsti hlaðvarpsþátturinn er aðgengilegur hér.

 

Nánari umfjöllun er á síðu Bahá'í World News Service.