Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Hlustað á unga fólkið í Hollandi tjá sig um umhverfismálin


29. September 2019 Höfundur: siá
Forsætisráðherra Hollands Mark Rutte (til hægri) og borgarstjóri Den Hague Pauline Krikke (til vinstri) sóttu opnunarviðburðinn á Degi prinsins, sem trúarhreyfingar landsins skipuleggja saman árlega.

Forsætisráðherra Hollands Mark Rutte (til hægri) og borgarstjóri Den Hague Pauline Krikke (til vinstri) sóttu opnunarviðburðinn á Degi prinsins, sem trúarhreyfingar landsins skipuleggja saman árlega.

 

DEN HAGUE, Hollandi, 27. september 2019, (BWNS) — Bahá'í samfélagið í Hollandi tók virkan þátt í hátíðarhöldum á Degi prinsins á fyrsta degi hollenska þingsins, sem trúarhreyfingar landins halda sameiginlega árlega. Að þessu sinni var ungu fólki boðið að tjá sig um umhverfismálin.

Forsætisráðherra landsins, þingmenn, borgarstjóri Den Hague, sendiherrar og trúarsamfélög, tóku þátt í samkomunni, sem meira en 1000 manns sóttu, til að ræða um framtíð landsins.

Hver sá sem lítur í auga barns, gerir sér grein fyrir því að framtíð hans eða hennar er mikilvæg,” sagði Ad van der Helm, fundarstjóri samkomunnar. “Okkar ákvarðanir, eða skortur á þeim, munu hafa áhrif á umhverfi þeirra. Ef við berum hag þeirra fyrir brjósti, geta þau lifað.”

Trúarhreyfingar þessa lands, hélt hann áfram, “vilja tengja raddir ungmenna og raddir framtíðarinnar röddum þeirra sem bera ábyrgðina nú á tímum. Allar kynslóðir, öll stig þjóðfélagsins, allir hópar, tungumál og menning sem dafnar í okkar landi, deila ábyrgðinni á þessari jörð, heiminum okkar.”

Namara van Bekkum, sextán ára ungmenni, fulltrúi hollenska bahá'í samfélagins, flutti aðal ávarpið á Degi prinsins.

Namara van Bekkum, sextán ára ungmenni, fulltrúi hollenska bahá'í samfélagins, flutti aðal ávarpið á Degi prinsins.

 

Namara van Bekkum, 16 ára ungmenni, fulltrúi hollenska bahá'í samfélagsins, hóf aðalræðu atburðarins með tilvitnun í orð 'Abdu'l-Bahá, sem eru hluti af fyrsta bréfi Hans til Den Hague, er Hann skrifaði fyrir næstum því öld síðan við lok Síðari heimstyrjaldarinnar; “Ekki fyrr en hugir manna eru samstilltir, verður hægt að koma einhverju í verk.”

Ávarp hennar var hluti af dagskrá sem fól í sér lestur helgirita ýmissa trúarbragða, kyrrðarstund, tónlistarflutning og önnur ávörp sem flutt voru að auki.

Marga Martens, formaður nefndarinnar sem skipulagði viðburðinn og er jafnframt fulltrúi hollenska bahá'í samfélagins hefur þetta að segja: “Þetta er í fyrsta sinn sem ungmenni flytur aðal ræðuna á þessum degi. Nefndin ákvað að hafa þetta svona, til að gefa ungu fólki tækifæri til að láta raddir sínar heyrast.” 

Samkoman er afraksturinn af náinni samvinnu milli trúarhreyfinga í Hollandi. “Við lítum ekki svo á að við séum aðskildir hópar sem hver og einn leggur fram sinn skerf til hátíðarhaldanna. Við lítum á okkur sem eitt samfélag,” segir Marg Martens.

Hér er myndband frá hátíðarhöldunum.