Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá'í barnakennsla vetrarins hófst í dag


22. September 2019 Höfundur: siá

 

Föndrið tengdist tilvitnuninni sem börnin voru að læra

Föndrið tengdist tilvitnuninni sem börnin voru að læra

 

Hópur áhugasamra barna á aldrinum 4 til 8 ára mætti í fyrstu bahá'í barnakennslustundina sem fór fram í Bahá'í þjóðarmiðstöðinni í dag. Börnin sungu nokkur lög, hlustuðu á sögu um 'Abdu'l-Bahá í London, lærðu tilvitnanir úr helgiritum trúarinnar, fóru í leik og föndruðu. Í lokin fengu börnin verkefni til að vinna heima. Nokkrir foreldrar mættu á þessa fyrstu kennslustund. Barnakennslan verður annan hvern sunnudag í vetur. Baldey Pétursdóttir, Erna Magnúsdóttir og Sigurður Ingi Ásgeirsson sjá um kennsluna og Arianna Ferro er þeim til aðstoðar. Kennslan er opin fyrir öll börn, hvort sem foreldrar þeirra eru bahá'íar eða ekki.