Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bókaútgáfan Sæmundur kaupir útgáfuréttinn á smásögum Skugga


11. June 2019 Höfundur: siá
Róbert Badí Baldursson fulltrúi Andlegs þjóðarráðs bahá'ía á Íslandi (til vinstri) tekur í hendi Bjarna Harðarsonar bókaútgefanda (til hægri) við undirritun samnings um útgáfu á smásögum Skugga.

Róbert Badí Baldursson fulltrúi Andlegs þjóðarráðs bahá'ía á Íslandi (til vinstri) tekur í hendi Bjarna Harðarsonar bókaútgefanda (til hægri) við undirritun samnings um útgáfu á smásögum Skugga.

 

Föstudaginn 7. júní undirritaði Róbert Badí Baldursson fyrir hönd og í umboði Andlegs þjóðarráðs bahá'ía á Íslandi útgáfusamning við Bókaútgáfuna Sæmund á Selfossi um útgáfu á smásögum Jochums Magnúsar Eggertssonar. Jochum var rithöfundur og skáld, sem skrifaði jafnan undir höfundarnafninu Skuggi. Hann var ættaður frá Skógum í Þorskafirði og var bróðursonur þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar.

Undirritunin fór fram í Safnahúsinu á Hverfisgötu. Það var Bjarni Harðarson, annar tveggja eigenda bókaútgáfunnar, sem undirritaði samninginn fyrir hönd bókaútgáfunnar. Stefnt er að útgáfu smásagnanna í september.

Jochum var í hópi fyrstu bahá'íanna á Íslandi. Hann arfleiddi bahá'í samfélagið að höfundarréttinum á verkum sínum og að landareigninni Skógum í Þorskafirði. 

Þjóðarráðið hefur áður gert samning við Lesstofuna um útgáfu á Galdraskræðu Skugga sem kom út árið 2013. 

Aðalsteinn Svanur Sigfússon tók myndina og er hún birt með góðfúslegu leyfi.