Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Sveitarstjóri Reykhólahrepps heimsækir Skóga


24. May 2019 Höfundur: siá
Vaðalfjöll

Vaðalfjöll

 

Tryggvi Harðarson sveitarstjóri Reykhólahrepps heimsótti Skóga í Þorskafirði í dag í fylgd Böðvars Jónssonar sem sýndi honum svæðið. Þeir skoðuðu gamla bæjarstæðið þar sem bær Matthíasar er talinn hafa staðið og ræddu um mikilvægi þess að halda nafni þjóðskáldsins á lofti.

Síðan lá leiðin inn í gamla skóginn sem Jochum Eggertsson plantaði á sínum tíma innst í firðinum. Sveitarstjórinn hafði orð á því að þarna væri tilvalið útivistarsvæði. Hann veitti því athygli að þó að það væri talsvert hvasst í firðinum þá var nánast logn inn í skóginum. Svo mikið skjól er af trjánnum sem eru nú sum hver orðin meira en hálfrar aldar gömul.