Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

BIC (Alþjóðlega bahá'í samfélagið) leggur áherslu á einingu og jafnrétti á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna


13. March 2019 Höfundur: siá
Sendinefnd Alþjóðlega bahá'í samfélagsins á 63 ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna sem hófst fyrir tveimur dögum.

Sendinefnd Alþjóðlega bahá'í samfélagsins á 63 ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna sem hefst í dag (11. mars).

 

BIC NEW YORK, 11. mars (BWNS) — Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna hefst í dag. Búist er við því að meira en 9000 sæki ráðstefnuna. Alþjóðlega bahá'í samfélagið (BIC) gefur að þessu tilefni út ávarp sem fjallar um þörfina fyrir árangursríka stjórnarhætti, menntun og efnahagsmál sem byggja á nýjum grunngildum.

Ráðstefnan, sem haldin er í höfustöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, leggur áherslu á félagslega aðstoð, aðgang að almenningsþjónustu og innviðum sem eru sjálfbærir til að koma á kynjajafnrétti og auka þátttöku kvenna og stúlkna í þjóðfélaginu.

Ávarp BIC (Alþjóðlega bahá'í samfélagsins) nefnist “Að skapa nýjan heim: Skilja engan eftir”. Það byggir meðal annars á reynslu bahá'í samfélagsins á sviði menntamála og tengir hana við eflingu á stöðu kvenna og þátttöku þeirra á öllum sviðum þjóðfélagsins.

BIC mun stýra pallborðsumræðum á fimmtudag um það hlutverk sem menntun hefur til að efla kynjajafnrétti.

Frekari upplýsingar er að finna á BIC.org