Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Þáttaskil í Sambíu: tvær nýjar byggingar stuðla að framförum með fræðslustarfi


8. March 2019 Höfundur: siá
Vígsluathöfnin fyrir nýju byggingarnar í Mwinilunga, Sambíu, þann 22. febrúar, hófst með bænum.

Vígsluathöfnin fyrir nýju byggingarnar í Mwinilunga, Sambíu, þann 22. febrúar, hófst með bænum.

 

MWINILUNGA, Sambíu, 8. mars 2019, (BWNS) — Þorpsöldungar og embættismenn tóku þátt í tveimur sérstökum athöfnum á síðastliðnum vikum til að vígja nýjar byggingar sem eru ætlaðar til fræðslustarfs í Sambíu. Meira en 250 manns voru viðstaddir vígslu menntabygginga í Mwinilunga þann 22. febrúar og 130 manns til viðbótar sóttu opnun landbúnarmiðstöðvar í Kabwe þann 1. mars.

Kjarninn í þeirri samfélagsumbreytingu sem er að eiga sér stað í Sambíu er sannfæringin fyrir því að allir íbúar þjóðfélagsins eigi rétt á og beri ábyrgð á því að móta sína vegferð í átt til meiri framfara. Menntun og þjálfun eru álitnar leiðir til að leysa úr læðingi meðfædda hæfileika fólksins til að leggja sitt að mörkum til þess að þróa og efla samfélög sín og þjóðfélagið í heild sinni.

Í Mwinilunga, í norðvestur hluta landsins, munu nýju byggingarnar styðja við leikskóla, samkomur kvenna, fræðslunámskeið og samkomur unglinga meðal íbúa svæðisins, útskýrði Kennedy Chanda meðlimur Andlegs þjóðarráðs bahá'ía í Sambíu.

Opnun leikskólans og skrifstofurými fyrir bahá'í starf og fræðslunámskeið sem eru innblásin af bahá'í kenningunum, en byggingarnar sem hýsa starfsemina eru staðsettar í Mwinilunga, á sér stað á sama tíma og miklar framfarir eru að líta dagsins ljós á svæðinu. Frá þeim tíma þegar bahá'í boðskapurinn var fyrst kynntur Lundafólkinu árið 1962, hafa margir aðhyllst kenningar Bahá'u'lláh og leitast nú við að beita þeim til að efla efnislegar og andlegar framfarir íbúanna.

Byggingarnar eru nýttar af Eric Manton bahá'í samtökunum, sem hafa gengist um árabil fyrir fræðslunámskeiðum í samfélaginu og hafa reist húsnæði þar sem þau geta farið fram. Fyrsta byggingin var vígð í október 1998 fyrir menntastarf á vegum bahá'í samfélagsins, sem hafði eingöngu haft úr að ráða stórum samkomusal frá árinu 1968. Stofnunin er nefnd í höfuðið á bahá'ía frá Englandi sem flutti til Sambíu árið 1952 til að kynna kenningar Bahá'u'lláh fyrir fólkinu á staðnum.

Í um það bil 500 kílómetra fjarlægð frá Mwinilunga í suðausturhluta Kabwe, helstu borginni í miðju landinu, kom annað samfélag saman til að vera viðstatt opnun Ngungu miðstöðvarinnar fyrir landbúnað samfélagsins. Miðstöðin var opnuð eftir áratuga starf á svæðinu sem Inshindo samtökin, sem eru innblásin af bahá'í kenningunum, hafa innt af hendi.

Sydney Mushanga ráðherra var viðstaddur opnunina og flutti ávarp að því tilefni.

Þessi miðstöð gefur glæstar vonir um frekari framfarir meðal almennings hvað varðar þekkingu á fæðuöflun. Það gleður mig að þið hafið valið þennan stað til að bæði fræða fólk um landbúnað og efla hann,” sagði ráðherrann, en hann á sæti á Alþingi landsins.

Meiri upplýsingar, myndband með bahá'í kór sem syngur lofsöng um Bábinn og fleiri myndir, þar af meðal af nýju byggingunum er að finna hér.