Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Safn dulrænna rita eftir Bahá'u'lláh gefið út


15. February 2019 Höfundur: siá
Nýtt bindi dulrænna texta eftir Bahá'u'lláh er nú fáanlegt á netinu og á prenti.

Nýtt bindi dulrænna texta eftir Bahá'u'lláh er nú fáanlegt á netinu og á prenti.

 

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐINNI, 6. febrúar 2019, (BWNS) — Nýtt bindi með dulrænum verkum eftir Bahá'u'lláh er núna aðgengilegt á netinu og á prenti.

The Call of the Divine Beloved inniheldur nýtt safn rita eftir Bahá'u'lláh. Þar á meðal er ljóð sem Hann opinberaði þegar Hann var í svartholtinu í Teheran. Bókin inniheldur einnig endurbættar þýðingar á tveimur af þekktustu verkum Hans, the Seven Valleys og the Four Valleys.

Ensk þýðing á ljóðinu, Rashh-i-‘Ama, eða Ský veraldanna að handan, er nú fáanlegt. Þetta merka ljóð er eitt af fyrstu verkum Bahá'u'lláh og eitt af fáum ritum sem Hann samdi í Persíu. Ljóðabálkurinn var saminn árið 1852 þegar Hann var í fangelsi í Svartholinu í 4 mánuði. Hann er ljóðræn hugleiðing um stöðu Hans sem opinberanda Guðs.

Hin sex ritin af sjö opinberaði Bahá'u'lláh þegar Hann bjó í Írak frá árinu 1853 til 1863.