Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Frammámenn trúarbragða heimsækja helgidóm Bábsins eftir samtrúarsamkomu


25. January 2019 Höfundur: siá
Sheikh Jaber Mansour, rabbí David Metzger, emír Muhammad Sharif Odeh og faðir Yousef Yakoub hlusta á Carmel Irandoust aðstoðarritara Alþjóðlega bahá'í samfélagsins lesa bæn.

Sheikh Jaber Mansour, rabbí David Metzger, emír Muhammad Sharif Odeh og faðir Yousef Yakoub hlusta á Carmel Irandoust aðstoðarritara Alþjóðlega bahá'í samfélagsins lesa bæn.

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐINNI, 24. janúar 2019, (BWNS) — Tíu fulltrúar trúarhópa, kristnir, drúsar, gyðingar, muslimar og bahá'íar, ásamt 17 kaþólikum tóku þátt í samtali milli trúarbragða þann 14. janúar. Eftir umræðurnar heimsótti hópurinn helgidóm Bábsins.

Umræðurnar snérust um það hvernig fólk af ýmsum trúarbrögðum geti lifað saman í sátt og samlyndi og jafnframt unnið saman að því að efla einingu meðal fólks. Sumir ræðumenn sem þátt tóku í pallborðsumræðunum bentu á að öll helgirit mannkyns leggja áherslu á umburðarlyndi, kærleik og virðingu milli manna. Og til þess að skapa einingu meðal fólks og til að eyða fordómum, er mikilvægt að fólk umgangist hvert annað.

Eftir umræðurnar, sem áttu sér stað í húsakynnum Bahá'í heimsmiðstöðvarinnar, var farið með bænir á arabísku, ensku og hebresku. Þátttakendurnir, 50 talsins, gengu síðan í áttina að helgidómi Bábsins, sem er staðsettur í hlíðum Karmelfjalls.

(Frá vinstri) Emír Muhammad Sharif Odeh, Aðstoðarritari Alþjóðlega bahá'í samfélagsins Shervin Setareh, rabbí Naama Dafni-Kelen, biskup Michel Dubost, sheikh Jaber Mansour, sheikh Rashad Abo Alhigaa, og faðir Yousef Yakoub töluðu í pallborðsumræðum um mikilvægi þess að efla gagnkvæmt umburðarlyndi og sambúð. Rabbíinn David Metzger, sem er ekki á myndinni, tók einnig þátt í pallborðsumræðunum.

(Frá vinstri) Emír Muhammad Sharif Odeh, aðstoðarritari Alþjóðlega bahá'í samfélagsins Shervin Setareh, rabbí Naama Dafni-Kelen, biskup Michel Dubost, sheikh Jaber Mansour, sheikh Rashad Abo Alhigaa, og faðir Yousef Yakoub töluðu í pallborðsumræðum um mikilvægi þess að efla gagnkvæmt umburðarlyndi og sambúð. Rabbíinn David Metzger, sem er ekki á myndinni, tók einnig þátt í pallborðsumræðunum.

 

Kaþólsku prestarnir voru í heimsókn í Landinu helga á vegum páfans og kirkjunnar á árlegum fundi sem haldinn var til að sýna kristnum söfnuðum í Haifa stuðning. Nánar hér.