Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Alþjóðlega bahá'í samfélagið fjallar um mikilvægi samvinnu varðandi neyðarfólksflutninga og bendir á rót vandans


28. December 2018 Höfundur: siá
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna António Guterres (fyrir miðju) talar við Louise Arbour, sérstakan fulltrúa Sameinuðu þjóðanna um alþjóðlega fólksflutninga, meðan á samráðstefnu ríkisstjórna sem kölluð var saman til að skrifa undir samning um örugga, skipulega og regulbundna fólksflutninga. Til vinstri eru Michelle Bachelet, aðal mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna og María Fernanda Espinosa Garcés (önnur frá vinstri), forseti 73ja þings allsherjarþingsins. (Ljósmyndina tók Sebastien Di Silvesto fyrir Same

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna António Guterres (fyrir miðju) talar við Louise Arbour, sérstakan fulltrúa Sameinuðu þjóðanna um alþjóðlega fólksflutninga, meðan á samráðstefnu ríkisstjórna sem kölluð var saman til að skrifa undir samning um örugga, skipulega og regulbundna fólksflutninga. Til vinstri eru Michelle Bachelet, aðal mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna og María Fernanda Espinosa Garcés (önnur frá vinstri), forseti 73ja þings allsherjarþingsins. (Ljósmyndina tók Sebastien Di Silvesto fyrir Sameinuðu þjóðirnar)

 

MARRAKECH, Marokkó, 19. desember 2018, (BWNS) — Meira en 250 þúsund milljón manns hafa yfirgefið föðurland sitt í leit að betri framtíð annars staðar—annað hvort vegna þess að það átti ekkert annað val en að flýja stríðsátök, ofbeldi og ofsóknir, eða sökum þess að það sá sig neytt til að yfirgefa heimaland sitt vegna annarra ástæðna, svo sem lélegs efnahagslífs eða hnignandi umhverfisástands. 

Aukinn skilningur á orsökum alþjóðlegra neyðarfólksflutninga knýr okkur til að skoða hvernig þarf að skipuleggja starfsemi hnattræns samfélags, sem er stöðugt að verða nánara,” sagði fulltrúi Alþjóðlega bahá'í samfélagsins (Baha’i International Community, skammstafað BIC) Simin Fahandej, sem tók þátt í ráðstefnunni, en hún var haldin 10. og 11. desember í Marrakech, Marokkó. “Þessi ályktun hefur orðið til þess að lönd heimsins hafa rætt þetta málefni á heimsvísu, en fram til þessa hefur verið fengist við það að mestu leyti á þjóðlegum eða svæðisbundnum vettvangi.”

Síðastliðin fimm ár hefur bahá'í samfélagið tekið þátt í þjóðlegum og alþjóðlegum málstofum um fólksflutninga. Það hefur unnið með margs konar aðilum til að öðlast dýpri skilning á orsökum fólksflutninga og áhrifum þeirra á þjóðfélagið og til að leita leiða til að fást við þetta vandmál, með því að beita auknu samráði og samvinnu.

Heimsleiðtogar komu saman í síðustu viku á sögulegri ráðstefnu til að ræða um þessa auknu fólksflutninga. Á ráðstefnunni undirrituðu fulltrúar 164 þjóða í fyrsta sinn samning um sameiginlegar leiðir til að fást við alþjóðlega fólksflutninga.

Kanslari Þýskalands Angela Merkel hrósaði þeirri stefnu sem sett er fram í ályktuninni um “grundvallaratriði alþjóðlegrar samvinnu.” Hún bætti því að “fjölþjóðasamfélag, er aðeins hægt að móta á mannúðlegan hátt þegar allar þjóðir plánetunnar fá sanngjörn og jöfn tækifæri til að þróast.”

Um það bil 3200 manns sóttu ráðstefnuna, þar á meðal fulltrúar meira en 150 landa.

Listaverk af flóttafólki við aðalinngang samkomusalarins þar sem ráðstefna Sameinuðu þjóðanna var haldin til að skrifa undir hnattrænan samning um fólksflutninga. Ráðstefnan var haldin 10. og 11. desember í Marrakech, Marokkó. (Ljósmyndina tók Sebastien Di Silvesto fyrir Sameinuðu þjóðirnar)

Listaverk af flóttafólki við aðalinngang samkomusalarins þar sem ráðstefna Sameinuðu þjóðanna var haldin til að skrifa undir hnattrænan samning um fólksflutninga. Ráðstefnan var haldin 10. og 11. desember í Marrakech, Marokkó. (Ljósmyndina tók Sebastien Di Silvesto fyrir Sameinuðu þjóðirnar)

 

Sjá nánar á vef Bahá'í heimsfréttaveitunnar.