Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Ályktun Sameinuðu þjóðanna krefst þess að ofsóknum gegn bahá'íum í Íran linni


19. December 2018 Höfundur: siá
Fundarsalur allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York

Fundarsalur allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York

 

SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM, 18. desember 2018, (BWNS) — Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fordæmdi áframhaldandi mannréttindabrot gegn bahá'íum og öðrum sem eru beittir miklum þvingunum hvað varðar tjáningarfrelsi, skoðanafrelsi og trúfrelsi.

Síðasliðinn mánudag samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktun sem krefst þess að “allir þeir sem hafa verið fangelsaðir fyrir trú sína eða fyrir að starfa innan síns trúarhóps verði látnir lausir, hvort heldur um er að ræða viðurkennda minnihlutahópa eða hópa sem ekki eru viðurkenndir, þar á meðal þá meðlimi bahá'í trúarinnar sem enn eru í fangelsi.”

Alþjóðasamfélagið gat þess einnig í ályktuninni að árásir Írans á bahá'í helgistaði og grafreiti auk “annarra mannréttindabrota, þar á meðal þvinganir, hótanir, ofsóknir, tilhæfulausar handtökur og varðhald, svipting réttinda til mennta sig og fyrir að æsa upp hatur sem leiðir til ofbeldis gegn” bahá'íum og öðrum minnihlutahópum. Ályktunin var samþykkt með 84 atkvæðum, 30 voru á móti og 67 greiddu ekki atkvæði.

Nánari upplýsingar um álykunina er hægt að fá á the Baha’i International Community.