Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Alþjóðlega bahá'í samfélagið tekur í fyrsta sinn þátt í ráðstefnu The Arab League (Arabíska sambandsins) um sjálfbæra þróun


15. December 2018 Höfundur: siá
 Fulltrúar á ráðstefnu The Arab League (Frá vinstri) Shahnaz Jaberi, bahá'í fulltrúi frá Bahrain; Hala Al-Saeed, ráðherra frá Egyptalandi; Hatem El-Hady, bahá'í fulltrúi frá Egyptalandi; og Solomon Belay, fulltrúi skrifstofu Alþjóðlega bahá'í samfélagsins í Addis Ababa. 

KAÍRÓ, 12. desember 2018, (BWNS) — Samtímis vaxandi áhyggjum í þessum heimshluta af ískyggilegum vandamálum—hungri, vopnuðum átökum, versnandi umhverfismálum, mannréttindum og ýmsum öðrum málum—komu arabískir leiðtogar saman í höfuðborg Egyptalands í síðasta mánuði til að vinna að markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þetta var í fyrsta sinn sem bahá'í samfélagið átti opinberan fulltrúa á ráðstefnu sem the Arab League (Arabíska sambandið) boðar til, en það eru samtök 20 þjóða í Norður Afríku og Mið Austurlöndum.

Ráðstefnan fór fram dagana 19.-22. nóvember. Hún fjallaði aðallega um hvaða leið arabískar þjóðir í þessum heimshluta geta farið til að ná 17 markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030.

“Þátttakendur ráðstefnunnar ræddu um sjálfbæra þróun og það var lögð áhersla á að allir tækju þátt,” sagði Solomon Belay, fulltrúi Alþjóðlega bahá'í samfélagsins (Bahá'í International Community, BIC), sem sótti fundinn.

Auk dr. Belay, sem er starfsmaður á skrifstofu BIC í Addis Ababa, tóku Shahnaz Jaberi frá Bahrain og Hatem El-Hady frá Egyptalandi þátt í ráðstefnunni.

“Það er mikilvægur áfangi að bahá'í samfélagið taki þátt í slíkum viðburði, þar sem leiðtogar arabískra ríkja og málssvarar þessa svæðis komu saman til að ræða um svo brýnt málefni sem sjálfbær þróun er,” útskýrir Hatem El-Hady.

Fulltrúar BIC skynjuðu aukna meðvitund og skilning þátttakenda á þeim sérstöku vandamálum sem þessi heimshluti stendur andspænis. Skjali BIC Summoning Our Common Will: A Baha’i Contribution to the United Nations Global Development Agenda (Að taka höndum saman: Framlag bahá'ía til átaks Sameinuðu þjóðanna um hnattrænnar þróunar), var dreift á ráðstefnunni.

Shanaz Jaberi hafði orð á því að jafnframt því sem það er viðurkennt að þessi ráðstefna er stórt skref fram í þessum heimshluta þá er nauðsynlegt að líta á málið í víðara samhengi:“Það virðist nokkuð augljóst að nauðsyn ber til að líta lengra en aðeins til tæknilegra og efnahagslegra framfara. Í samtölum okkum á ráðstefnunni lögðum við áherslu á mikilvægi siðferðis og hvernig andleg viðhorf geta varpað nýju ljósi á viðfangsefnið.”

Bahá'í fulltrúarnir gátu þess einnig að ráðstefnan styrki sambönd milli þeirra sem láta sig þessi mál varða á svæðinu. Fleiri en 120 sendiráðsmenn, embættismenn ríkisstjórna, fulltrúar svæðisbundinna og alþjóðlegra samtaka, fulltrúar fyrirtækja og fræðimenn sóttu viðburðinn. Meðal ræðumannanna voru aðalritari the Arab League (Arabíska sambandsins) Ahmed Aboul-Gheit og forsætisráðherra Egyptalands, Mostafa Madbouly, ásamt fjölmörgum öðrum leiðtogum araba.