Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Sjónum beint að umfjöllun fjölmiðla um trúarbrögð á Indlandi


13. July 2018 Höfundur: siá
Dr. Chandan Mitra, ritstjóri dagblaðsins “The Pioneer”, og K.G. Suresh, formaður Indversku fjölmiðlasamtakanna voru meðal þeirra sem tóku til máls í málstofunni sem haldin var í Nýju Delhí síðastliðinn laugardag. Málstofan bar yfirskriftina “ Að fjalla um trúarbrögð af nærgætni og með skilningi í heimi sem er tengdur nánum böndum”.

Dr. Chandan Mitra, ritstjóri dagblaðsins “The Pioneer”, og K.G. Suresh, formaður Indversku fjölmiðlasamtakanna voru meðal þeirra sem tóku til máls í málstofunni sem haldin var í Nýju Delhí síðastliðinn laugardag. Málstofan bar yfirskriftina “ Að fjalla um trúarbrögð af nærgætni og með skilningi í heimi sem er tengdur nánum böndum”.

 

NÝJU DELHÍ, 12. júlí 2018, (BWNS)– Hvernig getur fjölmiðlaumfjöllun um trúarbrögð stuðlað að auknum skilningi og samstöðu í þjóðfélaginu? Þessi spurning, ásamt öðrum, var kveikjan að málstofu sem indverska bahá'í samfélagið hélt í samstarfi við Indversku fjölmiðlasamtökin (Indian Institute of Mass Comunication, skammstafað IIMC) síðastliðinn laugardag í Nýju Delhí.

Málstofan vakti athygli á því að í fjölmiðlum er of oft dregin upp neikvæð mynd af trúarlífi landsmanna, svo sem hindurvitnum, fordómum, kúgun og útskúfun. Vegna uppgangs ofsatrúarhreyfinga á síðustu áratugum, hefur trúarofbeldi einnig fengið mjög mikla umfjöllun í fjölmiðlum.

En trúarbrögð eru samt sem áður mjög víðtæk og margþætt. Oft fjalla fjölmiðlar lítið sem ekkert um hið uppbyggjandi framlag sem trúarbrögð leggja til samfélagsins og til siðmenningar almennt. Þetta á sérstaklega við í indversku þjóðfélagi, samkvæmt áliti ræðumanna í pallborðsumræðunum á laugardag, en meðal þeirra voru frammámenn í fjölmiðlum, embættismenn, fræðimenn og fulltrúar trúarhópa.

Indversku fjölmiðlasamtökin héldu málstofuna í samstarfi við Skrifstofu almannatengsla bahá'ía á Indlandi. Málstofan var haldin í húsakynnum fjölmiðlasamtakanna.

Ræðumenn sem tóku þátt í pallborðsumræðunum (frá vinstri) Dr. Mona Mehta, aðstoðarritstjóri  The Speaking Tree; Mr. N.K. Singh, fyrrverandi formaður samtaka sjónvarpsmanna; Sandhya Jain, stjórnmálafræðingur, hlusta af athygli á umræðurnar.

Ræðumenn sem tóku þátt í pallborðsumræðunum (frá vinstri) Dr. Mona Mehta, aðstoðarritstjóri The Speaking Tree; Mr. N.K. Singh, fyrrverandi formaður samtaka sjónvarpsmanna, og Sandhya Jain, stjórnmálafræðingur, hlusta af athygli á umræðurnar.

 

“Við erum að reyna að læra hvert af öðru hvernig hægt er að beita andlegum meginreglum, sem finna má innan helstu trúarbragða mannkyns, til að breyta einstaklingum og þjóðfélaginu með það fyrir augum að bæta heiminn. Þar sem fjölmiðlar hafa mikil áhrif mótun almenningsálitsins og umræður í þjóðfélaginu, sáu Bahá'í samfélagið á Indlandi og Indversku fjölmiðlasamtökin mikla þörf fyrir samræður milli fagfólks í fjölmiðlum um hvernig þeir fjalla um trúarbrögð,” útskýrði Nilakshi Rajkhowa, yfirmaður Bahá'í skrifstofu almannatengsla á Indlandi.

Á málstofunni ræddu blaðamenn á hispurslausan hátt um þær áskoranir sem þeir standa frammi fyrir þegar þeir fjalla um trúarbrögð, sem felur meðal annars í sér að greint er of mikið frá átökum, en of lítið fjallað um friðsamlega sambúð trúarhópa. Fjölmiðlamenn sem tóku til máls á ráðstefnunni bentu á þær áskoranir sem felast í umfjöllun um trúarbrögð. Allmargir þeirra færðu rök fyrir því að umfjöllun fjölmiðla um trúarbrögð á Indlandi, þar sem trúarbrögð eru áberandi í þjóðfélaginu, þyrfti að vera vel ígrunduð og rétt, því að slíkar fréttaskýringar hafa mikil áhrif á hvernig þjóðfélagshópar eiga samskipti sín á milli.

Indversku fjölmiðlasamtökin og bahá'í samfélagið á Indlandi stefna að því að gangast fyrir fleiri pallborðsumræðum á komandi ári um fjölmiðla og trúarbrögð.

Fleiri myndir frá málstofunni eru hér.