Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Að fást við menntamál: Reynsla Ahdieh samtakanna


22. June 2018 Höfundur: siá
Alþýðuskóli í Mið Afríkulýðveldinu sem Ahdieh samtökin komu á fót

Alþýðuskóli í Mið Afríkulýðveldinu sem Ahdieh samtökin komu á fót

 

BANGUI, MIÐ AFRÍKULÝÐVELDINU, 20. júní 2018, (BWNS) – Bahá'í-innblásin samtök eru að öðlast meiri reynslu af því að koma á fót alþýðuskólum í Mið Afríkulýðveldinu, sem eru bornir uppi af fólkinu á staðnum.

Ahdieh samtökin einbeita sér að því að koma á fót alþýðuskólum, að mennta kennara og veita annan stuðning við þessi þjóðþrifamál.

Reynsla samtakanna varpar ljósi á getu og frumkvæði alþýðunnar í Mið Afríkulýðveldinu, sem er mótvægi við þann pólitíska óstöðugleika og trúardeilur sem landið er þekkt fyrir.

Ahdieh samtökin eru hluti af bahá'í-innblásnum samtökum sem leitast við að efla menntun meðal alþýðunnar í Afríku og örva samfélögin til að axla ábyrgð á menntun yngri kynslóðarinnar,” útskýrir Nakhjavan Tanyi, talsmaður samtakanna í álfunni.

Allt frá stofnun samtakanna árið 2003 hafa Ahdieh samtökin öðlast betri þekkingu á hlutverki kennarans, foreldra og skólans í samfélaginu. Þessi þekking, ásamt stefnumörkun sem byggir á kenningum bahá'í trúarinnar, mótar þær aðferðir sem er beitt til að þjálfa kennara, til að styðja þá í starfinu og til að reka skólana.

“Það var algengt viðhorf að aðeins kennarar hefðu næga þekkingu til að mennta börnin og hlutverk foreldra væri aðeins að koma með börnin í skólann og að fá kennaranum það hlutverk að miðla þekkingu til nemendanna án þess að taka sjálfir nokkurn þátt í þessu ferli,” segir Judicaël Mokole, einn af starfsliði Ahdieh samtakanna..

“Alþýðuskólarnir eru að breyta þessu viðhorfi,” heldur hann áfram. “Foreldrar og meðlimir samfélagsins eru farnir að sjá skólann sem stofnun þar sem þeir geta lagt sitt til málanna og sitt að mörkum til að efla menntun barnanna.”

Aðferðirnar sem Ahdieh samtökin nota virðast gegna lykilhlutverki til að fólk taki virkan þátt í starfinu.

“Samtökin byrja starfið með því að ræða við samfélagið um hvað það geti sjálft gert til að vera fær um að mennta börnin sín,” segir Nakhjavan Tanyi. “Þegar meðlimir samfélagsins, og leiðtogar þess, sýna vilja til að taka þátt í slíku átaki, þá er möguleikinn á því að stofna skóla kynntur til leiks, sem hefst með leikskóla og stækkar síðan eftir því sem þörf er á. Það ræðst síðan af því hvaða mannskapur er til staðar og hver vilji samfélagsins er til að halda starfinu áfram hvort að skólinn stækkar og bætt sé við einum árgangi á hverju ári.“

“Það er best að byrja smátt og síðan að efla getuna smátt og smátt til að fást við flóknari hluti,” útskýrir Nakhjavan.

“Hugmyndin er ekki að fá utankomandi aðila til að redda hlutunum. Heldur að virkja einhvern innan samfélagins, sem þekkir samfélagið, þekkir fólkið og þær aðstæður sem það býr við,” útskýrir Nakhjavan. “Þanning fáum við ekki bara kennara sem beitir sér aðeins í kennslustofunni, heldur manneskju sem getur valdið straumhvörfum í samfélaginu.”

Með því að virkja þá krafta sem blunda meðal fólksins, hefur tekist að halda skólunum opnum í héraði þar sem átt hafa sér stað þjóðfélagsátök allt frá árinu 2012.

“Þetta voru einu skólarnir sem héldu áfram starfsemi sinni í mörgum landshlutum meðan á þjóðfélagsátökunum stóð,” segir Judicaël Mokole. “Það stafaði að hluta til af því að kennarnir voru úr héraðinu. Samfélagið sem þeir þjónuðu var þeirra eigin heimahagi. Þeir gátu ekki lagt á flótta til annarra staða þegar uppreisnarmennirnir komu.”

“Kennaraþjálfunin hjálpar þeim líka til að líta á starf sitt sem þjónustu. Þetta er ekki bara starf sem þeir vinna til að afla sér lífsviðurværis. Þeir eru kennarar vegna þess að þeir þrá að undirbúa ungu kynslóðina fyrir framtíðina,” heldur hann áfram.

Í dag sjá 150 manns, sem sótt námskeið Ahdieh samtakanna næstum því 4000 nemendum í 40 alþýðuskólum fyrir menntun. Þar af eru 10 skólar sem ná yfir allan barnaskólann, frá leikskóla að sjöunda bekk.