Um allan heim vinna bahá'íar að þjóðfélagsuppbyggingu og leggja áherslu á fjóra grunnþætti bahá'í starfs sem öllum er velkomið að taka þátt í, óháð trú eða bakgrunni. Helgistundir, sem miða að því að tengja mannshjartað orði Guðs og veita því innblástur í sjálflausri þjónustu við mannkyn; barnakennslu, þar sem leitast er við að rækta upp andlegar dyggðir og löngun til að láta gott af sér leiða meðal barna; unglingahópa, sem finna orku unglingaáranna farveg í uppbyggilegri þjónustu og námshringi sem hafa það að markmiði að veita hæfni, löngun og getu til að stuðla að andlegri þjóðfélagsuppbyggingu.
Þetta myndband var gefið út af Bahá'í heimsmiðstöðinni árið 2003.