Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Kvikmyndin „Ljós fyrir heiminn“ aðgengileg á vefnum með íslenskum texta


18. October 2017 Höfundur: siá
Kvikmynd um ævi og kenningar Bahá'u'lláh er nú aðgengileg á vefnum

Kvikmynd um ævi og kenningar Bahá'u'lláh 

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐIN - Bahá’í samfélagið sendir frá sér kvikmyndina „Ljós fyrir heiminn“, kvikmynd um ævi og kenningar Bahá’u’lláh. Myndin var gerð að beiðni Allsherjarhúss réttvísinnar, æðstu stofnunar bahá'í trúarinnar.

Í henni er fjallað á áhrifamikinn hátt um líf og opinberun Bahá’u’lláh. Saga Hans og boðskapur trúarinnar er settur fram í lifandi og áhugaverðum viðtölum við marga viðmælendur á ýmsum tungumálum. Þeir segja, hver á sinn hátt, frá ást sinni á Bahá’u’lláh, uppvexti hans, útlegð og fangavist. Inn í þessar lýsingar fléttast upplýsingar um sögu og kenningar trúarinnar auk þess sem viðmælendur segja frá þeim áhrifum og umbreytingum sem trúin hefur haft í för með sér, bæði fyrir þá sjálfa og samfélög þeirra. Myndinni lýkur með stuttri og glöggri frásögn af fundi Austurlandafræðingsins Edvard Granville Browne með Bahá’u’lláh í Bahjí þar sem grundvallaráform trúarinnar eru skýrð með tilvitnun í orð Bahá’u’lláh. 

Myndin, með íslenskum texta, er nú aðgengileg á YouTube-rás Bahá’í samfélagsins á Íslandi á eftirfarandi slóð: https://www.youtube.com/watch?v=FlvTBpSz5h8 

Myndina er einnig hægt að hala niður á MP4 formi hér (um 2GB).