Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Þingmaður á pakistanska þinginu heiðrar minningu Bahá'u'lláh


19. September 2017 Höfundur: siá
Þingmaðurinn Asiya Nasir og aðrir ræðumenn skera tertu á ráðstefnunni

Þingmaðurinn Asiya Nasir og aðrir ræðumenn skera tertu á ráðstefnunni

ISLAMABAD — Bahá'í samfélög um víða veröld eru að undirbúa sig fyrir hátíðarhöld í tilefni 200 ára fæðingarhátíðar Bahá'u'lláh, sem haldin verður 21. og 22. október næstkomandi. Nú þegar hafa viðburðir vegna þessarra tímamóta átt sér stað í allmörgum löndum.

Í Pakistan stóð þingmaðurinn Asiya Nasir fyrir samkomu í þjónustumiðstöð pakistanska þingsins til heiðurs hátíðarhöldunum sem eru framundan. Frú Nasir hefur unnið að sáttum milli trúarbragða í landinu og hátíðin sem hún stóð að þann 12. september var engin undantekning.

Meira en 100 þingmönnum, sendiráðsstarfsmönnum og trúarleiðtogum var boðið til fundarins. Þema fundarins voru þessi velþekktu orð Bahá'u'lláh: “Jörðin er aðeins eitt land og mannkynið þegnar þess.”

Asiya Nasir flytur ræðu sína á ráðstefnunni

Asiya Nasir flytur ræðu sína á ráðstefnunni

Frú Nasir var ein af mörgum ræðumönnum sem tóku til máls á fundinum, en allar ræðurnar byggðust á þema fundarins.

"Þessi viðburður kallaði saman fulltrúa ýmissa trúarhópa – kristinna, muslima, hindúa, síkha og bahá'ía til að leggja áherslu á einingu.” sagði Marzieh Kamal, fulltrúi bahá'í samfélagins.

Ráðstefnan var haldin í kjölfar skilaboða frá trúarmálaráðuneyti landsins til bahá'í samfélagsins.

"Friður og eining eru grunnstefin í kenningum bahá'í trúarinnar, og bahá'í samfélagið í Pakistan er friðelskandi samfélag," skrifaði ráðherrann Sardar Muhammad Yousaf í bréfi sem dagsett var 16. ágúst 2017. "Framlag þeirra til að bæta einstaklinga, samfélagið og landið er vissulega aðdáunarvert og er í samræmi við það átak sem ríkisstjórn Pakistan stendur fyrir.”

Ráðherrann lauk skilaboðum sínum með því að óska bahá'í samfélaginu allra heilla og lét í ljós sannfæringu sína um að það muni halda áfram að vinna að friði, framförum og velmegun í Pakistan.

(Bahá'í World News Service)