Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Heillaóskir streyma inn frá leiðtogum vegna 200 ára afmælisins


16. September 2017 Höfundur: siá

 

Bill English, forsætisráðherra Nýja Sjálands

Bill English, forsætisráðherra Nýja Sjálands

14. september, 2017

 BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Yfirlýsingar frá leiðtogum víðs vegar að úr heiminum halda áfram að streyma til heimsmiðstöðvar bahá'í trúarinnar vegna 200 ára fæðingarhátíðar Bahá'u'lláh. Nýjustu skilaboðin komu frá Nýja Sjálandi, Kazakhstan og Argentínu.

Forsætisráðherra Nýja Sjálands sendi skilaboð til bahá'í samfélagsins í sínu landi. "Margir í Nýja Sjálandi og um allan heim munu halda upp á þetta merkilega afmæli, og ég vona að þið njótið hátíðarhaldanna með fjölskyldum ykkar og vinum,” segir hann í bréfi sínu.

Heillaóskir hafa einnig borist frá aðstoðartrúmálaráðherra Kazakhstan og frá Argentínu.

Nokkrir embættismenn í héraðinu Santa Fe, Argentínu, sendu kveðjur á myndbandi til Allsherjarhúss réttvísinnar og Haifaborgar.

Embættismenn í Rosario, Argentínu, hafa einnig sent frá sér yfirlýsingar. Tekin hafa verið útvarpsviðtöl, fánahylling verið haldin og heillaóskir borist frá héraðinu.