Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Íbúar Bruck an Der Leitha taka þátt í hátíðarhöldum vegna 200 ára fæðingarhátíðar Bahá'u'lláh


13. September 2017 Höfundur: siá
Richard Hemmer bæjarstjóri (í annarri röð, fjórði frá hægri) og meðlimir bæjarstjórnarinnar, ásamt nokkrum af þeim sjálfboðaliðum sem undirbjuggu hátíðarhöldin í síðustu viku

Richard Hemmer bæjarstjóri (í annarri röð, fjórði frá hægri) og meðlimir bæjarstjórnarinnar, ásamt nokkrum af þeim sjálfboðaliðum sem undirbjuggu hátíðarhöldin í síðustu viku

BRUCK AN DER LEITHA, Austurríki. Þann 8. september skipulagði bæjarstjórinn í austurríska bænum Bruck an der Leitha, hátíðarhöld í tilefni af því að á þessu ári eru 200 ár liðin frá fæðingu Bahá'u'lláh, opinberanda bahá'í trúarinnar. Um það bil 200 manns voru viðstaddir samkomuna í ráðhúsinu. Þar á meðal voru embættismenn og bæjarstarfsmenn. Í ávarpi sínu lagði Richard Hemmer bæjarstjóri áherslu á bahá'í kenningar um einingu. Hann gat þess að mannkynssagan hefur verið ötuð blóði og að við megum aldrei gleyma voðaverkum liðins tíma. Hann benti á bahá'í samfélagið sem dæmi um hóp sem hefur valið leið friðar og sátta.

Bahá'í sem býr á staðnum, Sussan Zarifzadeh, vann með starfsliðinu á skrifstofu bæjarstjórans að því að skipuleggja atburðinn. Sussan og fjölskylda hennar hefur á undanförnum árum aðstoðað flóttamenn við að setjast að í Bruck. Það var þetta starf hennar sem fyrst vakti athygli bæjarstjórans og leiddi til þess að hann bauðst til að halda minningarathöfn til að heiðra bahá'í samfélagið.

Um það bil 200 íbúar Bruck an der Leitha og nærliggjandi byggða sóttu hátíðarhöldin.

Um það bil 200 íbúar Bruck an der Leitha og nærliggjandi byggða sóttu hátíðarhöldin.

Eins og í mörgum öðrum bæjum í Evrópu, hafa flóttamenn frá Sýrlandi og öðrum löndum sest að í Bruck an der Leitha—sem liggur við ána Leitha nálægt landamærum Slóvakíu. Bærinn stofnaði samtök sem kallast Unser Bruck Hilft! (Okkar Bruck hjálpar!) til að aðstoða flóttamennina.

Þar sem samtökin vissu af því að bahá'í samfélagið hefur áður aðstoðað hóp flóttamanna frá Tyrklandi við að setjast að í bænum, leituðu samtökin til þess um aðstoð. Til að byrja með buðu bahá'íarnir fram hagnýta hjálp, svo sem að sjá til þess að flóttamennirnir fengu læknisaðstoð. Smátt og smátt fóru þeir líka að vinna með öðrum í bænum að því að bjóða upp á menntun og afþreyingu fyrir ungmenni sem voru nýflutt til bæjarins.

Tengsl bahá'í samfélagsins og bæjarstjórnarinnar í Bruck hefur aukist á síðastliðnum árum vegna þessa samstarfs. Ákvörðun bæjarstjórans um að halda hátíð í tilefni af 200 ára afmæli Bahá'u'lláh var viðurkenning á starfi bahá'í samfélagsins í bænum.

Sussan Zarifzadeh (til vinstri) og Eva Gorgosilich fulltrúi Kaþólsku kirkjunnar (til hægri) fyrir framan veggspjaldasýninguna

Sussan Zarifzadeh (til vinstri) og Eva Gorgosilich fulltrúi Kaþólsku kirkjunnar (til hægri) fyrir framan veggspjaldasýninguna

Hátíðarhöldin fóru fram í ráðhúsinu. Nokkur tónlistaratriði voru flutt á hátíðinni. Þar á meðal frumsamin tónlist fyrir kór við orð Bahá'u'lláh. Veggspjaldasýning um kenningar helstu trúarbragða mannkyns vakti athygli á nauðsyn einingar.

Margir gestanna létu í ljós ánægju sína með að allir íbúar bæjarins fengu tækifæri til að leggja sitt að mörkum á hátíðarhöldunum í tilefni af 200 ára afmælinu. Margs konar framlög litu dagsins ljós. Allt frá tónlistarflutningi nemenda við tónlistarskóla bæjarins, til ávarpa sem embættismenn bæjarins fluttu og undirbúning veitinga.

Dorothy Khadem-Missagh meðlimur bahá'í samfélagsins hafði þetta að segja: "Íbúar Bruck komu ekki aðeins til að njóta hátíðarhaldanna. Þeir lögðu líka sitt af mörkum. Það hafði þau áhrif að við nálguðumst hvert annað og urðum okkur betur meðvituð um þörfina fyrir að vinna saman að betri heimi."

(Bahá'í World News Service)