Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

"Það dagar á ný": Tilbeiðsluhús vígt í Kambódíu


1. September 2017 Höfundur: siá
Fulltrúar bæjarstjórnarinnar, Allsherjarhúss réttvísinnar, álfuráðs bahá'ía og andlegs þjóðarráðs Kambódíu taka þátt í hátíðlegri athöfn við vígslu musterisins

Fulltrúar bæjarstjórnarinnar, Allsherjarhúss réttvísinnar, álfuráðs bahá'ía og andlegs þjóðarráðs Kambódíu taka þátt í hátíðlegri athöfn við vígslu musterisins

 

BATTAMBANG, Kambódíu — Um það bil 2500 manns komu saman í morgun á ráðstefnu í tilefni af sögulegri vígslu bahá'í staðartilbeiðsluhússins í Battambang.

Allsherjarhús réttvísinnar lýsti yfir í bréfi sínu til þáttakendanna: "Það dagar á ný." Með þessum orðum var það að vísa til þeirra tímamóta sem þessi viðburður mun hafa á bahá'í samfélagið.

Skærir litir, tónlist og glæsileiki menningar Kambódíu bar fyrir augu meðan á morgundagskránni stóð, sem hófst með bænum, ritningum og þjóðdönsum. Nokkrir embættismenn ríkisins og héraðsins tóku einnig til máls, auk arkitektsins og fulltrúa bahá'í samfélagsins.

Þjóðdansar og önnur menning Kambódíu auðguðu hátíðarhöldin

Þjóðdansar og önnur menning Kambódíu auðguðu hátíðarhöldin

 

Eftir vígsluathöfnina hafa þátttakendurnir farið í musterið í 250 manna hópum til bænahalds. Í fyrsta hópnum voru frammámenn í þjóðfélaginu og embættismenn.

Helgistund í tilbeiðsluhúsinu á vígsludeginum

Helgistund í tilbeiðsluhúsinu á vígsludeginum

 

Hver hópur um segir skoðar einnig sérstaka sýningu, þar sem fólkið fræðist um grunnhugsunina á bak við svona mannvirki, en það felur meðal annars í sér andlega styrkingu fyrir tilstilli menntunar, tilbeiðslu og þjónustu, og persónulega og samfélagslega umbreytingu.

(Bahá'í World News Service)