Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Ný móttökustöð fyrir pílagríma opnar í Haifa


25. August 2017 Höfundur: siá

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Ný móttökustöð fyrir pílagríma var opnuð í þessum mánuði, tilbúin til að taka á móti auknum fjölda pílagríma og gesta við andlega og stjórnarfarslega miðstöð bahá'í trúarinnar.

Þessi þriggja hæða bygging sem er staðsett stutt frá vesturhlið helgidóms Bábsins mun taka við fyrsta pílagrímahópnum í október, í tilefni hátíðar, sem haldin verður til að minnast þess að þá verða liðin 200 ár frá fæðingu Bahá'u'lláh.

Nýja móttökumiðstöðin gerir það að verkum að mörg hundruð pílagrímar geta heimsótt Bahá'í heimsmiðstöðina samtímis, en það hefur ekki verið hægt fram til þessa.

Á hverju ári, heimsækja mörg þúsund pílagrímar og gestir alls staðar úr heiminum Bahá'í heimsmiðstöðina til að biðjast fyrir og hugleiða í helgidómum Bahá'u'lláh og Bábsins og í görðunum í kringum þá. Pílagrímarnir fá mikinn andlegan innblástur þegar þeir skoða bæði sögustaði sem tengjast meginpersónum trúarinnar og koma í byggingar sem eru notaðar fyrir alþjóðlegt stjórnskipulag hennar.

Nýja pílagrímamóttökustöðin í Haifa

Nýja pílagrímamóttökustöðin í Haifa


Pílagrímunum má líkja við “lífsblóð” miðstöðvar trúar þeirra – líkt og blóð sem berst til hjartans, flytja pílagrímarnir sem ferðast hingað, með sér fréttir af bahá'í samfélögunum á sínum heimaslóðum, og þeir snúa aftur heim á leið fagnandi, innblásnir og með aukið innsæi.

Fyrsta bahá'í pílagrímahúsið var byggt í Haifa árið 1909. Í meira en eina öld, hafa margir mismunandi bygginar í borginni tekið á móti þúsundum gesta sem hafa komið í pílagrímsför til helgustu staða jarðarinnar fyrir bahá'ía.

(Bahá'í World News Service)