Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Uppgræðsla á örfoka melum


25. August 2017 Höfundur: siá
Uppgræðsla lands að Skógum

Uppgræðsla lands að Skógum

Helgina 19.-20. ágúst, var bahá‘íum og vinum þeirra boðið að koma í skógræktina að Skógum í Þorskafirði og kynna sér starfið sem þar hefur verið unnið síðasta áratuginn. Eygló Gísladóttir veitti leiðsögn um svæðið og sagði frá skógræktarsamstarfinu við Skógrækt ríkisins sem í dag heitir Skógræktin.

Skjólskógaverkefnið eins og það kallast á Vestfjörðum, hefur orðið til þess að á annað hundrað þúsund plöntum hefur verið komið í jörð á 86 ha svæði á rúmum tíu árum. Þetta land, sem bahá‘íum hefur verið falið að rækta, er nú þegar farið að bera stórkostleg merki um þá miklu alúð sem lögð hefur verið í gróðursetningu og uppgræðslu á örfoka melum. Trjáplöntur sem náðu vart tíu cm, þegar þær voru gróðursettar, eru nú að nálgast annan metra á hæð. Margar bera merki harðneskjulegrar veðráttu og snjóa en þrauka samt. Sumar hafa fengið manngert skjól og launa það með mikilli sprettu. Þessi bót á gróðri hefur orðið til þess að auðga fuglalíf og tilveru smádýra svo að allt sumarið dunar loftið af söng smáfugla og svifi stórra, allt frá gæsum og álftum til konungs fugla, arnarins, sem flýgur fugla hæst í forsal vinda. (Fréttin var unnin upp úr frásögn Eyglóar Gísladóttur)