Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Heilögu tákni komið fyrir í tilbeiðsluhúsi í Kambódíu


21. August 2017 Höfundur: siá
Bahá'í táknið í hvelfingu musterisins

Bahá'í táknið í hvelfingu musterisins

BATTAMBANG, Kambódíu, 21. ágúst — Heilögu bahá'í tákni – sem er tákn fyrir tengslin á milli Guðs, opinberenda Hans og mannkynsins, var komið fyrir í gær í svæðistilbeiðsluhúsinu í Battambang, Kambódíu, efst í hvelfingu þess.

Táknið er skrautskrift af orðinu “Bahá”, sem merkir dýrð. Lóðrétta strikið táknar Heilagan anda sem nær til mannkynsins í gegnum opinberendurna og stjörnurnar tvær tákna Bábinn og Bahá'u'lláh, boðbera bahá'í trúarinnar.

Fulltrúar og meðlimir bahá'í samfélagsins komu saman við látlausa vígsluathöfn þann 20. ágúst 2017 í anda lotningar og bæna er hinu helga tákni var lyft upp í 11.8 metra hæð, efst í hvelfingu musterins. Eftir að því hafði verið komið fyrir var haldin stutt helgistund.

Hópurinn sem sá um uppsetningu táknsins

Hópurinn sem sá um uppsetningu táknsins