Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

BIC New York: Ungmenni tjá sig um hnattræn gagntengsl í nýju myndbandi


26. September 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa
Mynd af viðmælendum í myndbandi

Viðmælendur myndbandsins frá Alþjóðlega bahá'í samfélaginu.

BIC NEW YORK — Skrifstofa Alþjóðlega bahá’í samfélagsins (BIC) hefur sent frá sér stutt myndband undir yfirskriftinni „Gagnkvæmum tengslum tekið opnum örmum: Undirstöður heims á umbreytingaskeiði“.

Myndin er 8 mínútur að lengd og er hluti af framlagi Alþjóðlega bahá’í samfélagsins til Leiðtogafundar framtíðarinnar (e. Summit of the Future). Í henni tala nokkur ungmenni frá ýmsum bahá’í samfélögum um víða veröld og setja fram sjónarmið sín um möguleika leiðtogafundarins til að efla nýjan skilning á sameiginlegri ábyrgð og friðsamlegum heimi.

Á föstudaginn var myndin sýnd á einum fundi í fundarröð á vegum BIC undir yfirskriftinni Vegferðin að leiðtogafundinum (e. Road to the Summit) og hefur náð til yfir 1.200 þátttakenda frá 80 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, 20 stofnunum Sameinuðu þjóðanna og hundruðum borgaralegra samtaka undanfarin tvö ár.

Í myndinni skoðar Ella, ungmenni frá Bandaríkjunum, hugmyndina um sameiginlega sjálfsmynd sem byggir á einingu mannkynsins: „Ég held að það geti verið mjög ógnvekjandi og yfirþyrmandi tilfinning að sjá allt sem er að gerast og spyrja „Hvernig legg ég mitt af mörkum? Hvert er mitt hlutverk í þessu öllu?“ Og við höfum reynt að uppgötva sjálfsmynd okkar með því að segja „Ég er ekki í þessum hópi“, en ég held að það virki ekki fyrir okkur.“

Hún sér fyrir sér framtíð þar sem fólk upplifir sameiginlega sjálfsmynd hópa þar sem fólk gerir sér grein fyrir því að „við erum öll í þessu saman“ þrátt fyrir „það sem við gætum kallað gervilandamæri“.

Annað ungmenni, Khelsun frá Indlandi, skoðar hugtakið forystu sem þjónustu við mannkynið: „Hver manneskja er sköpuð göfug. Við viljum öll betri heim. Sönn forysta er þjónusta við mannkynið.“

Hann vitnar í kenningar Bahá’u’lláh, „Jörðin er aðeins eitt land, og mannkynið íbúar þess“, og segir „það er sá heimur sem ég vil búa í einn daginn.“

Lindelwa frá Eswatini lagði áherslu á meginregluna um allsherjarþátttöku og sagði: „Hvert og eitt okkar hefur hlutverki að gegna í bættum heimi.“