Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Brasilía: Fulltrúadeildin fagnar aldarafmæli bahá’í samfélagsins


1. December 2023 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

 

Mynd frá fulltrúadeild brasilíska þingsins.

Fulltrúadeild brasilíska þingsins íhugaði við hátíðlega athöfn 100 ára sögu bahá’í viðleitni í átt að umbreytingu þjóðfélagsins þar í landi.

BRASILÍA, Brasilíu - Fulltrúadeild brasilíska þingins fagnaði nýlega 100 ára afmæli bahá’í samfélagsins í landinu.

Í ávarpi Arthur César Pereira de Lira, forseta fulltrúadeildarinnar, sem þingmaðurinn Luiz Couto flutti við setningu þingsins, segir meðal annars:

„Bahá’í samfélagið hefur lagt mikið af mörkum til brasilísku þjóðarinnar. Þeir góðu ávextir sem við erum að uppskera í dag endurspegla að miklu leyti mikilvægi þeirrar meginreglu réttlætis sem bahá’í  trúin boðar.“

Í yfirlýsingunni de Lira  segir að þessi meginregla birtist í viðleitni bahá’ía til að „hlúa bæði að efnislegri og félagslegri velferð einstaklinga og samfélagsins“ með því að byggja upp hæfni einstaklinga til að leggja sitt af mörkum til samfélagslegra framfara.

Samsett mynd. Gömul mynd frá löggjafarþingi Brasilíu og mynd af Leónóru Armstrong.

(Til vinstri) Löggjafarþing Brasilíu heldur á það þegar 50 ár voru síðan fyrsti bahá’íinn kom til Brasilíu; (hægri) Lenónóra Armstrong, 25 ára bandarísk kona sem var fyrsti bahá’íinn til að flytja til Brasilíu.

Minningarhátíðina átti upphaflega að halda árið 2021 en henni var frestað vegna heimsfaraldursins. Grunnstef hátíðarinnar var núverandi og sögulegt framlag bahá’í samfélagsins til félagslegra framfara í Brasilíu.

Ferðalag trúar og þjónustu

Leonora Armstrong, bandarísk kona á þrítugsaldri, var fyrsti bahá’íinn sem flutti til Brasilíu snemma á 20. öldinni.

Luiz Couto talaði um þá miklu hollustu og trúmennsku sem Armstrong sýndi brasilísku samfélagi: „Með djúpri ást sinni á brasilísku þjóðinni og óbifandi helgun og þjónustu við almannaheill sigraðist þessi merkilega kona á fjölmörgum hindrunum.“

Mynd frá fulltrúadeild brasilíska þingsins.

Þeir sem komu sama voru snortnir af einlægum orðum sem lögðu áherslu á þá sýn að byggja upp sameinað þjóðfélag.

Í samtali við Baháʼí fréttaþjónustuna sagði Gabriel Marques, meðlimur Bahá’í þjóðarráðsins í Brasilíu, að Armstrong hefði orðið víðkunn fyrir framlag sitt til samfélagsmála, þar á meðal stofnun munaðarleysingjahælis og aðstoð við stríðsflóttamenn. Svæðisfjölmiðlar gáfu henni titilinn „hjúkrunarfræðingur hinna fátæku“ vegna hjálparstarfs hennar og umhyggju með fólki sem veiktist í kóleru- og taugaveikifaröldrum.

Luiz Couto þingmaður fjallaði um líf og störf Lenónóru Armstrong og lagði áherslu á afgerandi hlutverk kvenna í að mótun friðsamlegri heims.  Hann sagði: „Skoðanir þeirra og kraftur geta hjálpað okkur að sigrast á þeim áskorunum sem við okkar blasa.“

Að leggja sitt af mörkum til sameinaðs þjóðfélags

Mynd af Liese Cavalcanti, meðlimi Andlegs þjóðarráðs bahá’ía í Brasilíu.

Liese Cavalcanti, meðlimur Andlegs þjóðarráðs bahá’ía í Brasilíu.

Liese von Czékus Cavalcanti, annar meðlimur andlega þjóðarráðsins, ávarpaði þingið og benti á að meginreglan um einingu mannkyns væri lykilatriði í starfinu að einingu alls samfélagsins. Hann sagði meðal annars: „Hlutverk okkar sem einstaklinga, samfélaga og stofnana er að byggja upp réttlátt og farsælt þjóðfélag.“

Cavalcanti ræddi einnig nauðsyn þess að vinna bug á afskiptaleysi og óeiningu og sagði: „Við þurfum að viðurkenna eðlislæga göfgi og hæfni sérhverrar manneskju. Við getum ekki einblínt á það sem aðskilur okkur. Við ættum í staðinn að leita þess sem sameinar okkur og vinna að sameiginlegum markmiðum, forðast gildrur átaka og deilna.“

Mynd af hópi ungmenna syngja lög.

Hópur ungmenna syngur lög sem þau sömdu sem í starfi sínu að bahá’í samfélagsuppbyggingu.

Nayrí Cruz, fulltrúi frumbyggjasamfélags, tók undir þessar hugmyndir. Hún benti á þau umbreytandi áhrif sem bahá’í kenningar hefðu haft á þorpið sitt og lagði áherslu á sátt og varðveislu uppbyggilegra þátta í menningunni. „Samfélag okkar er í dag sameinað í virðingu, ást, sannleika og einingu,“ sagði hún.

„Frumbyggjar leitast við að vera samverkamenn í uppbyggingu réttlátara og jafnara samfélags, þar sem konur gegna sífellt meira áberandi hlutverki,“ bætti hún við.

Kjarninn í viðleitni samfélaga um alla Brasilíu til að stuðla að félagslegri sátt og samlyndi eru bahá’í menntaáætlanir sem þróa hæfni fólks til að greina félagslegan veruleika, bera kennsl á þarfir samfélaga sinna og beina kröftum sínum að þjónustu við þau.

Sérstaka ánægju og eftirtekt vakti dæmi um félagslegar aðgerðir sem kom fram í ávarpi de Lira um ungmenni sem tóku þátt í þessum áætlunum og fjarlægðu  tólf tonn af rusli úr fljóti í São Sebastião í samvinnu við sveitarstjórnir á svæðinu.

Myndir af þátttakendum í starfi bahá’ía á samfélagsuppbyggingu í Brasilíu.

Myndir af þátttakendum í starfi bahá’ía á samfélagsuppbyggingu í Brasilíu.

Í ávarpi de Lira sagði meðal annars: „Þetta starf gaf frábært tækifæri til að hlúa að andlegum gildum og bræðralagi, nauðsynlegum þáttum í lífi sem byggir á réttlæti og sátt.“

Trú framar ótta, eining leiðin að velsæld

Í áhrifamikilli ræðu fjallaði þingkonan Érika Kokay um möguleika bahá’í kenninga til að hvetja til meiri einingar innan fulltrúadeildar þingsins:

 „Í þessum þingsal, þar sem oft kemur til deilna og árekstra, getum við í dag hlustað á friðarsinfóníu bahá’í samfélagsins. Bahá’í kenningarnar minna okkur daglega á að mannkynið er eitt. Þetta er söngur um mikið hugrekki og mótvægi við allan ótta – um trú á annað fólk og trú á þann möguleika að allir geti lifað saman í sátt.“

Kokay bætti við: „Megi Brasilía og heimurinn fá innblástur frá þessum kenningum og viðurkenna einingu mannkyns.“

 

Mynd frá fulltrúadeild brasilíska þingsins.

Þingfundurinn skoðaði viðleitni bahá’í samfélagsins undanfarna öld að því að efla sameiginlega samsömun sem viðurkennir að allir eru meðlimir einnar mannlegrar fjölskyldu.

 

Mynd frá fulltrúadeild brasilíska þingsins.

Fulltrúadeild brasilíuþings heiðrar 100 ára afmæli Bahá’í samfélags landsins.

 

Mynd frá fulltrúadeild brasilíska þingsins.

Vinstri til hægri: Nayrí Cruz, fulltrúi frumbyggjasamfélags; Liese von Czékus Cavalcanti, frá Bahá’í þjóðarráðinu í Brasilíu; Luiz Couto þingmaður fulltrúadeildarinnar; Lúcia Xavier, meðlimur borgaralegra samtaka; Nilmário de Miranda, embættismaður í ráðuneyti mannréttinda og ríkisborgararéttar.

 

Mynd frá fulltrúadeild brasilíska þingsins.

Couto fulltrúadeildarþingmaður, íhugar líf Leónóru Armstrong og leggur áherslu á afgerandi hlutverk kvenna í að móta friðsamlegri heim.

 

Mynd frá fulltrúadeild brasilíska þingsins.

Vinstri til hægri: Lúcia Xavier, meðlimur borgaralegra samtaka; Nayrí Cruz, fulltrúi frumbyggjasamfélags; Nilmário de Miranda, embættismaður í ráðuneyti mannréttinda og ríkisborgararéttar; Érika Kokay fulltrúardeildarþingmaður.

 

Mynd frá fulltrúadeild brasilíska þingsins.

Fundarmenn horfa á brot úr kvikmyndinni „Bjartar horfur“ sem undirstrikar viðleitni einstaklinga, samfélaga og stofnana í Brasilíu þegar þau leitast við að beita umbreytingarkrafti bahá’í kenninganna til bæta þjóðfélag sitt.

 

Samsett mynd. Tónlistaratriði á fundinum.

Efst til vinstri er flutt lag til heiðurs fyrsta bahá’ía sem settist að í Brasilíu. Efst til hægri syngur hópur ungmenna úr einu hverfi lög innblásin af bahá’í samfélagsuppbyggingarstarfi. Neðst til hægri býður hópur barna frá borgaralegum samtökum til tónlistarflutnings.

 

Samsett mynd: (Vinstri) fundur fulltrúadeildar Brasilíu árið 1992 minnist aldarafmælis frá andláti Bahá’u’lláh; (Hægri) 2023 fundur til að heiðra aldarafmæli bahá’í trúarinnar í Brasilíu.

(Vinstri) fundur fulltrúadeildar Brasilíu árið 1992 minnist aldarafmælis frá andláti Bahá’u’lláh; (Hægri) 2023 fundur til að heiðra aldarafmæli bahá’í trúarinnar í Brasilíu.

 

Ýmsar myndir af þátttakendum bahá’í samfélagsuppbyggingarstarfs frá frumbyggjasamfélögum Brasilíu.

Ýmsar myndir af þátttakendum bahá’í samfélagsuppbyggingarstarfs frá frumbyggjasamfélögum Brasilíu.

 

[Eðvarð T. Jónsson þýddi frétt Bahá'í heimsfréttaþjónustunnar, myndatextar: Bahá'í þjóðarskrifstofan]