Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

30.000 birkiplöntur settar niður í Skógum í mótvægisaðgerðum


21. September 2023 Höfundur: Þjóðarskrifstofa
Mynd af Jonathan og Eygló við trjáplöntun í Skógum.

Jonathan McNeil og Eygló Gísladóttir við trjáplöntun í landi Skóga.

Um þessar mundir er verið að planta 30.000 birkiplöntum í landi Skóga í Þorskafirði á vegum Vegagerðarinnar. Um er ræða mótvægisaðgerð vegna vegalagningar um Teigsskóg við Þorskafjörð. Þetta er mesta magn trjáa sem plantað hefur verið í landi Skóga í einu frá upphafi skógræktar þar. Það er Johan Wilhelm Holst, skógfræðingur og skógarbóndi á Silfrastöðum í Skagafirði sem hefur umsjón með verkinu. Niðursetjari er Kanadamaðurinn Jonathan McNeil sem einnig hefur notið aðstoðar Eyglóar Gísladóttur og Eðvarðs T. Jónssonar úr Starfshópi um Skóga, nefndar Bahá’í samfélagsins sem hefur umsjón með skógræktarverkefninu í Skógum.

Haustlitir í Skógum og birkiplanta fremst.

Haustlitir í Skógum. Fremst er birkiplanta sem var gróðursett árið 2015.

Að þessu sinni er verið að planta á nýju svæði sem ekki hefur verið plantað í áður, í kringum og ofan við minnismerki um Matthías Jochumsson. Gamli skógur, svæði sem Jochum Eggertsson ræktaði á sínum tíma er þar norðan megin og Nýi skógur sunnan megin þar sem gróðursetning hefur farið fram á undanförnum árum.

 

 

 

 

 

Birkiplanta.

Mynd af einni birkiplöntunni sem verið er að gróðursetja, í hendi Katrínar Ásgrímsdóttur í Sólskógum.