Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá’í netsumarskólinn 2020Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður Bahá’í sumarskólinn í ár með breyttu sniði. Sumarskólinn verður haldinn dagana 3. - 5. júlí og verður að þessu sinni netskóli þar sem fjarfundaforritið Zoom verður notað. Ekkert skólagjald er að þessu sinni og er mælt með að þátttakendur hópi sig saman, t.d. í sumarhúsum eða á heimilum, og njóti skólans saman og skipuleggi hluti til að gera milli fyrirlestra. Nauðsynlegt er að skrá sig og fá skráðir þátttakendur senda slóð á Zoom-fyrirlestrana í tölvupósti. Skráning fer fram hér: https://forms.gle/k7VPaKmNM3diw8fz9

Aðalfyrirlesarar skólans verða Jóhanna Jochumsdóttir og Vahid Óðinn Spencer. 

Jóhanna Jochumsdóttir

Mynd af Jóhönnu Jochumsdóttur og fjölskyldu

Jóhanna Jochumsdóttir og fjölskylda

Jóhanna Jochumsdóttir er búsett í Kanada ásamt eiginmanni sínum, Shamim Taherzadeh og börnum þeirra tveim, þeim Arían Helga Faizi og Laylu-Björt. Jóhanna er fædd og uppalin á Íslandi og gerðist bahá’íi á Akureyri árið 1993 er hún var nemi við Menntaskólann á Akureyri. Jóhanna og fjölskylda búa í Ottawa þar sem að hún þjónar í fullu starfi sem umsjónarmaður þjálfunarferlisins í mjög virku umdæmi þar sem búa um 1200 bahá’íar, og þar sem 300 grunnþáttaverkefni eru starfrækt og samfélagið er að læra með virkum hætti um vöxt.

Jóhanna er sagnfræðingur og hefur kennt alþjóða- og samanburðarsagnfræði, nútímasögu Evrópu og kvenna- og kynjasögu í háskólum í Suður-Afríku, Bandaríkjunum og á Bretlandi. Einnig hefur hún unnið sem stefnumótunarsérfræðingur fyrir Kanadísk stjórnvöld. Síðustu tvö árin hefur hún helgað tíma sínum þjónustu við Bahá’í samfélagið í Ottawa.

Vahíd Óðinn Spencer

Mynd af Vahíd Óðni Spencer og fjölskyldu

Vahíd Óðinn Spencer og fjölskylda

Vahíd Óðinn Spencer er fæddur og uppalinn á Íslandi en fluttist til Kanada árið 2002. Vahid Óðinn er búsettur í Toronto og starfar sem verkefnastjóri í banka. Eiginkona hans er Natasha Collishaw og eiga þau tvö börn, þau Atla og Sóley. Vahíd Óðinn hefur stundað barnakennslu í rúm tíu ár, í einu virkasta hverfi Toronto hvað varðar samfélagsuppbygginu. Hann hefur þjónað bahá’í trúnni hér á landi sem meðlimur Andlegs ráðs bahá’ía í Reykjavík og í Andlegu þjóðarráði bahá’ía á Íslandi. Eftir að hann fluttist til Kanada hefur hann þjónað sem meðlimur og ritari Andlegs ráðs bahá’ía í Toronto síðan 2011, en Toronto er eitt fjölmennasta bahá’í svæðissamfélag Norður-Ameríku þar sem búa um 2000 bahá’íar. Vahíd Óðinn er með meistaragráðu í stjórnmálafræði úr York háskóla.

Um fyrirlestrana

Jóhanna og Vahíd hafa unnið saman að fyrirlestrunum og rekja saman sögu Taflna hinnar guðlegu áætlunar, sem ‘Abdu’l-Bahá skrifaði á öðrum áratug síðustu aldar til átrúenda í Bandríkjunum og Kanada, og núverandi röð heimsáætlana undir stjórn Allsherjarhúss réttvísinnar og bahá’í heimssamfélagið fylgir í dag og hæfnisuppbyggingu einstaklinga og stofnana bahá’í trúarinnar um allan heim.

Fyrsta árhundrað mótunaraldarinnar – Útbreiðsla kenninga Bahá’u’lláh

Á degi Sáttmálans fyrir einu og hálfu ári skrifaði Allsherjarhús réttvísinnar til bahá’ía um allan heim og minnti okkur á möguleika þessa tímabils þegar líður að 100 ára ártíð uppstigningar ‘Abdu’l-Bahá og sagði okkur að þessi merki tímapunktur í sögunni verði augnablik „þegar bahá’íar um heim allan munu koma saman til að líta yfir farinn veg á hinni fyrstu öld mótunarskeiðsins.“ Á þessum sumarskóla munum við byrja þetta ferli að líta yfir farinn veg í sögu okkar og skoða fyrstu 100 ár mótunaraldarinnar í heild sinni.

Hið helga framtak okkar: Hverju á samfélag hins mesta nafns að koma til leiðar í dag og hvað einkennir nálgun okkar er við reynum eftir fremsta megni að umbreyta þjóðfélaginu og Hæfnisuppbygging einstaklingsins í núverandi röð heimsáætlana

Þessir fyrirlestrar munu hjálpa okkur að dýpka skilning okkar á Töflum hinnar Guðlegu áætlunar, eina af þremur stofnskrám bahá’í trúarinnar, og skoða hvað það er sem fimm ára áætlanirnar hafa farið fram á af hálfu samfélags Hins mesta nafns. Hvernig höfum við innt starf okkar af hendi og hvaða hlutverk leikur hver og ein af höfuðpersónum áætlunarinnar – einstaklingurinn, samfélagið og stofnanirnar – við framþróun hinnar guðlegu áætlunar. Við munum skoða sérstaklega tvær af höfuðpersónunum þremur, þ.e. einstaklinginn og samfélagið, og spyrja hvers konar hæfni þær þurfa til að ná fram markmiðum sínum og hvað einkennir vinnu okkar er við leitumst við að stuðla að þeirri umbreytingu sem opinberun Bahá’u’lláh sér fyrir sér.

ʻAbduʼl-Bahá: Ástkær fyrirmynd okkar

Við munum enda skólann á að beina augum og hjörtum okkar að ‘Abdu’l-Bahá. Við erum að þjóna í umboði Hans við munum minnast orða Allsherjarhúss réttvísinnar sem biður fyrir því að hjörtu okkar verði hrærð af því að minnast ‘Abdu’l-Bahá og „takmarkalausrar ástar hans“ og „mildrar umhyggju“ sem að veitir okkur „huggun og styrk“ þegar við „leggjum okkur fram“ við að uppfylla það traust sem hann sýndi okkur „með erfðaskrá sinni og Hinni guðlegu áætlun“.

Hæfnisuppbygging stofnana trúarinnar í núverandi röð heimsáætlana

Allsherjarhús réttvísinnar hefur lagt mikla áherslu á hæfnisuppbyggingu meðal einstaklinga, samfélaga og stofnanna í núverandi röð heimsáætlana. Í dag erum við í aðstöðu til að líta til baka yfir tuttugu og fimm ára tímabil – tímabil heillar kynslóðar – og meta hvað við höfum lært um hlutverk og eðli stofnanna sem styðja við grasrótarverkefni og grunnþætti samfélagsuppbyggingar. Erindið mun að hluta til styðjast við hagnýtt dæmi svæðisráðs í stóru bahá’í samfélagi sem gæti veitt innsýn í hvernig þróun stofnana gæti litið út eftir því sem að samfélag vex að stærð og getu. Tími verður einnig gefinn fyrir umræður og spurningar.

Fyrsta árhundrað mótunaraldarinnar – Áhrif af opinberun Bahá’u’lláh

Fyrsta árhundraði mótunaraldarinnar lýkur á næsta ári og færir okkur tækifæri til að líta til baka á þróun og vöxt trúarinnar undir leiðsögn Shoghi Effendi og Allsherjarhúss réttvísinnar í gegnum hin ýmsu tímaskeið. Þessi tímamót gefa okkur líka tækifæri til að reyna að skilja betur hver við erum sem alþjóðlegt samfélag á sama tíma og við erum að reyna að byggja hverfissamfélög í gegnum grasrótarstarf, félagslegar aðgerðir og efla þátttöku í opinberri umræðu um þjóðfélagsmál. Erindið mun þannig leitast eftir að sýna fram á stærra og sögulega samhengi þess starfs sem bahá’í samfélagið er að ýta úr vör í þorpum og hverfum um allan heim.  Tími verður einnig gefinn fyrir umræður og spurningar.

Dagskrá sumarskólans á íslensku

Dagskrá sumarskólans á ensku

[Uppfært 29. júní, lýsingum þriggja fyrirlestra bætt við og dagskrá uppfærð lítillega.]