Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá'í sumarskólinn 2018


Mynd af byggingum Ljósafossskóla

Ljósafossskóli

 

Bahá’í sumarskólinn 2018 verður að þessu sinni haldinn í Ljósafossskóla dagana 20.-24. júní. Skólinn er í um 60 km fjarlægð frá Reykjavík. Aðalfyrirlesari skólans verður Dr. Mojgan Sami. Skráning er nú hafin og allar upplýsingar verða birtar á skráningarsíðunni. Síðasti skráningardagur er 6. júní. Smellið hér til að skrá ykkur og dagskrána má finna hér.

Mynd af Mojgan Sami

Dr. Mojgan Sami

Mojgan Sami fæddist í Íran í bahá’í fjölskyldu. Frá því að hún var ung að árum ræktuðu foreldrar hennar með henni bahá’í sjálfsvitund og helgun við þjónustu og samfélagsuppbyggingu. Hún þjónaði við Bahá’í heimsmiðstöðina frá 1996 til 2001. Eftir árin í Haifa, vann hún hjá Alþjóðabankanum, Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og Sameinuðu þjóðunum áður en hún fór í framhaldsnám sem lauk með tveimur doktorsgráðum, í borgarskipulagi og lýðheilsufræði.

Dr. Sami lauk doktorsnámi sínu árið 2013 og stundar nú rannsóknir og kennslu við Lýðheilsufræði- og sjúkdómaforvarnadeild Kaliforníuháskóla í Irvine. Dr. Sami er fræðimaður sem hefur mikinn áhuga á sambandi heilsu og borgarskipulags við félagslegt réttlæti og jafnrétti. Í vinnu sinni ögrar hún viðteknum kenningum varðandi borgarskipulag og opinbera stefnumörkun, með því að skoða gagnrýnum augum þau ríkjandi viðhorf um eðli mannsins og félagslega raunveru hans sem ráðandi eru í félagsvísindum.

Fullorðinsfyrirlestrar

Dr. Sami mun fjalla um beitingu kenninga Bahá’u’lláh í nútímaheimi: Samspil opinberunar, iðkunar, samræðu og samfélagsuppbyggingar.

1. hluti Einleiki og samtenging: Kjarni opinberunar Bahá’u’lláh.
Þessi inngangsfyrirlestur vikunnar leggur grunninn að hugtakalegri framþróun sem er að finna í ríkum mæli í opinberum Bahá’u’lláh sem kallar á umbreytingu á samskiptum og framkomu gagnvart hvert öðru og gagnvart plánetunni.
2. hluti Aðgerðaramminn skoðaður - dæmisaga um valdeflingu.
Í framhaldi af nokkuð ítarlegri skoðun á þeim framförum á hugtakasviðinu sem felast í opinberuninni skoðum við hugtök á borð við „vald“ í gegnum bahá’í linsu. Hvað er vald? Hvernig breytist skilningur okkur á hugtakinu „vald“ þegar við skoðum ýmis heimsvandamál á borð við loftslagsbreytingar, fátækt og jafnrétti kynjanna.
3. hluti

Umbreyting á tengslum milli einstaklinga, samfélaga og stofnana.
Með því að byggja á aðgerðarammanum munum við gera nokkrar hópæfingar um tengslin milli hinna þriggja höfuðþátttakenda í félagslegum raunveruleika (einstaklinga, samfélaga og stofnana). Bahá’í samfélagið er ólíkt öllum öðrum trúarsamfélögum í heiminum. Það eru engir „sérfræðingar“ og einstaklingar sem hafa „leiðtogahlutverk“ innan trúarinnar sem segja okkur hvað við eigum að gera. Við nálgumst þróun samfélagsins með auðmjúku lærdómshugarfari. Hvernig getur þetta hugarfar stuðlað að síframsækinni siðmenningu? Hvernig lítur slíkt hugarfar út í persónulegu lífi okkar? Samfélaga okkar? Í starfi stofnana okkar?

4. hluti Áætlanagerð innan umdæma með hnattræna sýn að leiðarljósi.
Með því að byggja á djúpri íhugun síðustu kennslustunda skiptum við hópnum niður í tvo til fjóra hópa (fer eftir þátttöku) og byrjum að íhuga síðustu vaxtarbylgjur og hvernig hægt væri að gera sér áætlun um þróun samfélagsins í framtíðinni.